Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

62. fundur 24. mars 2020 kl. 14:00 - 15:50 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason, umsjónamaður eignasjóðs sat fundinn undir málum 4. og 5.
Jónas Einarsson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir máli nr. 9.

1.Umsögn óskast vegna breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026

Málsnúmer 202003037Vakta málsnúmer

Vopnafjarðarhreppur kynnir nú skipulags- og matslýsingu fyrir breytingar aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps 2006-2026. Fyrirhugaðar breytingar aðalskipulags eru tvennar, annarsvegar tillaga að uppbyggingu Þverárvirkjunar og hinsvegar hugmyndir að breyttri línuleið og niðurtekt Vopnafjarðarlínu 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.

2.Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar

Málsnúmer 202003074Vakta málsnúmer

Þingeyjarsveit kynnir nú breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022. Breytingin snýr að legu Hólasandslínu 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar aðalskipulagsins.

3.Kortlagning beitilanda sauðfjár

Málsnúmer 202003076Vakta málsnúmer

Samhliða því að Landgræðslan kynnir ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi, hefur einnig staðið yfir kortlagning þeirra svæða sem nýtt eru fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Notast er við eftirfarandi skilgreiningar varðandi flokkun:

1. Beitarsvæði: Engar takmarkanir á beit á hefðbundnum beitartíma.
2. Landgræðslugirðingar: Svæði sem Landgræðslan hefur umsjón með og eru friðuð fyrir sauðfjárbeit með girðingum sem eru á ábyrgð stofnunarinnar.
3. Friðuð svæði fyrir beit: Svæði þar sem sauðfjárbeit er takmörkuð s.s. vegna landgræðslustarfs, skógræktar, byggðar o.s.frv.
4. Fjárlítil og fjárlaus svæði: Svæði sem sauðfé gengur almennt ekki á vegna landfræðilegra aðstæðna og því ekki smöluð skv. fjallskilum.

Aðferðafræðin er í stuttu máli sú að fulltrúi LÍ og héraðsfulltrúar funduðu með fólki sem þekkir til tiltekinna svæða og kölluðu eftir skilgreiningu m.t.t. ofangreindra flokka á hverju svæði fyrir sig.

Óskað er eftir rýni sveitarfélagsins á fyrirliggjandi kortagögnum og athugasemdum þeim tengdum ef einhverjar eru. Kortið er ennþá á vinnustigi en verður gefið út með formlegum hætti ásamt stöðumatinu á næstu misserum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að rýna í kortagögnin og svara erindi Landgræðslu Íslands til samræmis við umræður á fundinum.

4.Veiðileyfi göngusilunga í sjó fyrir landi Húsavíkur 2020

Málsnúmer 202003046Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um gjald fyrir silungsveiði í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag varðandi veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2020.

5.Viðhald á Akurgerði 4, Kópaskeri - Skólahús.

Málsnúmer 201908084Vakta málsnúmer

Borist hefur ábending um ástand skólahússins á Kópaskeri. Vísbendingar um mikinn vatnsleka er að finna víða í húsinu.
Fyrir ráðinu liggur nýlegur viðhaldslisti frá verkstjóra þjónustumiðstöðvar á Kópaskeri og verkefnastjóra framkvæmdasviðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera ástandsskýrslu varðandi skólahúsið á Kópaskeri og kostnaðarmeta nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir.

6.Reglumótun varðandi viðmið um umhverfisviðurkenningar.

Málsnúmer 201903091Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að reglum og framkvæmd við umhverfisviðurkenningu Norðurþings. Ráðið þarf að taka afstöðu til draganna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum og framkvæmd við umhverfisviðurkenningu Norðurþings að viðbættum 4. flokknum.
Sá flokkur yrði opinn flokkur þar sem hægt er að verðlauna einskiptisframkvæmdir, einstaklingsframtak eða annað sem þykir til eftirbreytni í umhverfismálum.
Einnig að gert verði ráð fyrir að dagsetning afhendingar viðurkenninga verði 16. september ár hvert sem er dagur íslenskrar náttúru.

7.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Byggðarráð vísaði lið 4 frá fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar til skipulags- og framkvæmdaráðs.
4. liður í fundargerð lýtur að opnun og umgengni við gámasvæði á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð ákveður að sorpmóttakan á Raufarhöfn verði opin milli kl. 08:00 og 17:00 virka daga. Starfsmaður Norðurþings hafi viðveru í sorpmóttöku á milli kl. 16:00 og 17:00 mánudaga-fimmtudaga í þrjár vikur. Að þeim tíma liðnum verði fyrirkomulagið endurskoðað.

8.Tjaldsvæðið á Húsavík.

Málsnúmer 201908042Vakta málsnúmer

Á 40. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að upplista verklagsreglur í daglegur rekstri tjaldsvæðisins með sérstakri áherslu á háannatíma, s.s. Mærudagshelgina. Verklagsreglurnar skuli lagðar fyrir ráðið fyrir lok árs 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð ítrekar að unnar verði verklagsreglur varðandi daglegan rekstur tjaldsvæðis á Húsavík og lagðar fyrir ráðið fyrir lok maí 2020.

9.Áætlun um refa- og minkaveiðar 2020-2022

Málsnúmer 202003019Vakta málsnúmer

Refa- og minkaveiði hefur alla jafna verið sinnt af miklum metnaði í Norðurþingi og er sveitarfélagið mjög framarlega hvað þau mál varðar samanborið við önnur. Á árunum 2017-2019 voru t.a.m. afar fá sveitarfélög að verja viðlíka fjárhæðum og Norðurþing til refaveiða en samanburðargögn fyrir landið allt eru ekki fyrir hendi varðandi minkaveiðar.
Óskað er afstöðu fulltrúa skipulags- og framkvæmdaráðs til mögulegs hámarksfjölda samningsbundinna veiðimanna hjá sveitarfélaginu innan þessa málaflokks og/eða hámarksupphæðar sem árlega skal varið til refa- og minkaeyðingar í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að samningar um refa- og minkaveiði feli í sér að hámarki tvo veiðimenn pr. samning og að báðir verði þá nafngreindir í samningi.

Silja óskar bókað: Umhverfisstofnun gefur út viðmiðunartaxta launa, aksturs og verðlauna og rétt væri að taka tillit til þeirra þegar núverandi samningum lýkur.

10.Snjómokstur

Málsnúmer 202003078Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi óskar upplýsinga um kostnað við snjómokstur í Norðurþingi sl. þrjú ár.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman kostnað vegna snjómoksturs undanfarin þrjú ár m.t.t. fjárhagsáætlunar og leggja fyrir ráðið.

Fundi slitið - kl. 15:50.