Ósk um sameiningu jarðanna Oddsstaða og Vatnsenda
Málsnúmer 202110089
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021
Eigendur jarðanna Oddsstaða og Vatnsenda á Melrakkasléttu óska samþykkis sveitarfélagsins fyrir sameiningu jarðanna tveggja, enda séu þær báðar í óskiptu landi Oddsstaða. Sameinuð jörðin haldi heiti og landnúmeri Oddsstaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sameining jarðanna verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að framgangi málsins í samvinnu við jarðareigendur.
Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021
Á 110. fundi skipulags- og framkvæmdarráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sameining jarðanna verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að framgangi málsins í samvinnu við jarðareigendur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sameining jarðanna verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að framgangi málsins í samvinnu við jarðareigendur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.