Þjónustusamningur, Vöktun urðunarstaða
Málsnúmer 202110133
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021
Fyrir fundi liggur Þjónustusamningur um Vöktun urðunnarstaða sveitarfélagsins.
í samningi kemur m.a. fram
EFLA verkfræðistofa sér um eftirlitsmælingar samkvæmt kröfum í starfsleyfi urðunarstaða Norðurþings í Laugadal við Húsavík og við Kópasker.
Innifalinn í verkinu er allur undirbúningur, akstur, flutningur og nauðsynlegur búnaður til að geta framkvæmt mælingar og sýnatöku og úrvinnslu sýna ásamt gerð niðurstöðuskýrslu.
EFLA mun sjá um efnagreiningu og rannsóknir sýna í samstarfi við erlenda rannsóknarstofu (ALS Global).
EFLA verkfræðistofa skilar niðurstöðum hvers árs til Norðurþings í formi minnisblaðs þegar niðurstöður úr greiningum sýna liggja fyrir."
í samningi kemur m.a. fram
EFLA verkfræðistofa sér um eftirlitsmælingar samkvæmt kröfum í starfsleyfi urðunarstaða Norðurþings í Laugadal við Húsavík og við Kópasker.
Innifalinn í verkinu er allur undirbúningur, akstur, flutningur og nauðsynlegur búnaður til að geta framkvæmt mælingar og sýnatöku og úrvinnslu sýna ásamt gerð niðurstöðuskýrslu.
EFLA mun sjá um efnagreiningu og rannsóknir sýna í samstarfi við erlenda rannsóknarstofu (ALS Global).
EFLA verkfræðistofa skilar niðurstöðum hvers árs til Norðurþings í formi minnisblaðs þegar niðurstöður úr greiningum sýna liggja fyrir."
Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að ganga til samninga við Eflu.