Útboð á slökkvibifreið
Málsnúmer 202110153
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021
Borist hefur erindi frá Ríkiskaupum þar sem kallað er eftir því að að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga fyrir 10. nóvember nk.
Einnig liggja fyrir byggðarráði drög að kröfulýsingu vegna kaupa á slökkvibifreið frá slökkviliðsstjóra Norðurþings.
Einnig liggja fyrir byggðarráði drög að kröfulýsingu vegna kaupa á slökkvibifreið frá slökkviliðsstjóra Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að upplýsa Ríkiskaup um að Norðurþing vilji fara í samstarf um kaup á slökkvibifreið.