Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál
Málsnúmer 202111018
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 104. fundur - 08.11.2021
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. október 2021 var lögð fram ályktun bæjarráðs Árborgar frá 30. september 2021, þar sem skorað er á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Jafnframt þarf að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við fötluð börn á leikskólum og þau börn sem hafa annað móðurmál en íslensku, t.d. með jöfnunarframlögum.
Fjölskylduráð Norðurþings tekur heilshugar undir ályktun bæjarráðs Árborgar.
Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna ályktunar bæjarráðs Árborgar um leikskólamál. Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 29. október sl. var eftirfarandi bókað og samþykkt;
"Stjórnin tekur undir bókun bæjarráðs Árborgar og telur hana vera í góðu samræmi við stefnumörkun sambandsins, þar sem kveðið er á um að sambandið beiti sér fyrir því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði án þess að það leiði til skerðingar á greiðslum til foreldra. Teknar verði upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun leikskóladvalar að fæðingarorlofi loknu. Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði hefur nú tekið gildi. Fyrir liggur skýrsla starfshóps um faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þurfi tillit til, þar á meðal varðandi mannafla og húsnæðisþörf leikskóla miðað við áætlaða fjölgun leikskólabarna á aldrinum eins til tveggja ára, ásamt leiðum til fjármögnunar. Nauðsynleg grunnvinna hefur því þegar farið fram sem flýtt getur fyrir viðræðum um málið milli ríkis og sveitarfélaga. Við umræðu um málið kom fram tillaga um að sambandið standi fyrir málþingi um leikskólamál þar sem rædd verði framtíðarsýn fyrir leikskólastigið. Stjórnin vísar þeirri tillögu til fræðslumálanefndar og sérfræðinga sveitarfélaga í fræðslumálum til nánari útfærslu."
"Stjórnin tekur undir bókun bæjarráðs Árborgar og telur hana vera í góðu samræmi við stefnumörkun sambandsins, þar sem kveðið er á um að sambandið beiti sér fyrir því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði án þess að það leiði til skerðingar á greiðslum til foreldra. Teknar verði upp viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun leikskóladvalar að fæðingarorlofi loknu. Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði hefur nú tekið gildi. Fyrir liggur skýrsla starfshóps um faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þurfi tillit til, þar á meðal varðandi mannafla og húsnæðisþörf leikskóla miðað við áætlaða fjölgun leikskólabarna á aldrinum eins til tveggja ára, ásamt leiðum til fjármögnunar. Nauðsynleg grunnvinna hefur því þegar farið fram sem flýtt getur fyrir viðræðum um málið milli ríkis og sveitarfélaga. Við umræðu um málið kom fram tillaga um að sambandið standi fyrir málþingi um leikskólamál þar sem rædd verði framtíðarsýn fyrir leikskólastigið. Stjórnin vísar þeirri tillögu til fræðslumálanefndar og sérfræðinga sveitarfélaga í fræðslumálum til nánari útfærslu."
Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.