Fara í efni

Fjölskylduráð

104. fundur 08. nóvember 2021 kl. 13:00 - 16:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásta Hermannsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Ásta Hermannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 11-15.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 9.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-10.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir liðum 1-4.
Fannar Emil Jónsson yfirmatráður í skólum Húsavíkur sat fundinn undir liðum 5-6.

1.Borgarhólsskóli - Ársskýrsla 2020-2021

Málsnúmer 202111032Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Borgarhólsskóla 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Borgarhólsskóli - Starfsáætlun 2021-2022

Málsnúmer 202111028Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Borgarhólsskóla 2021-2022 er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Borgarhólsskóli - Sjálfsmatsskýrsla 2021

Málsnúmer 202111033Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla Borgarhólsskóla 2021.
Lagt fram til kynningar.

4.Borgarhólsskóli - Reglur um skólasókn

Málsnúmer 202111034Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar reglur Borgarhólsskóla um skólasókn.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Kolbrúnu Ödu, skólastjóra Borgarhólsskóla fyrir kynningarnar í liðum 1-4.

5.Gjaldskrá skólamötuneyta 2022

Málsnúmer 202109111Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögu frá minnihluta, fulltrúa E og B lista, um að veittur verði systkinaafsláttur í mötuneytum Norðurþings, sambærilegan og tíðkast á öðrum sviðum innan Norðurþings.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að kostnaðargreina tillöguna og leggja fyrir ráðið að nýju.

6.Skólamötuneyti - Starfsreglur

Málsnúmer 202111035Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru drög að starfsreglum skólamötuneyta Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

7.Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202109110Vakta málsnúmer

Byggðarráð vísar gjaldskránni aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði og óskar eftir að afsláttarkjör verði tekin til endurskoðunar.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að taka saman kostnað við afsláttarkjör fyrir einstæða foreldra og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Fjárhagsáætlun 2022 - Fræðslusvið

Málsnúmer 202110022Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir viðbótarframlag til málaflokks 04-fræðslumál um 12 milljónir og vísar áætluninni aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar henni til kynningar í byggðarráði og til seinni umræðu í sveitarstjórn.

9.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Byggðarráð synjar fyrirliggjandi beiðni um aukið framlag og vísar áætluninni aftur til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð óskar eftir hækkun á ramma um 35.497.131 krónu, þar af er 26.831.264 krónur í hækkun á launakostnaði sem er 4% hækkun á útgönguspá. Ráðið vísar fjárhagsáætluninni til byggðarráðs.

10.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 202111018Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. október 2021 var lögð fram ályktun bæjarráðs Árborgar frá 30. september 2021, þar sem skorað er á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Jafnframt þarf að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við fötluð börn á leikskólum og þau börn sem hafa annað móðurmál en íslensku, t.d. með jöfnunarframlögum.
Fjölskylduráð Norðurþings tekur heilshugar undir ályktun bæjarráðs Árborgar.

11.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2022

Málsnúmer 202110046Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur uppfærð fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2022.
Fjölskylduráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um 4.952.107 krónur.

12.Fjárhagsáætlun menningarmála 2022

Málsnúmer 202110079Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir viðbótarframlag til málaflokks 05-menningarmál um 1,3 milljónir og vísar áætluninni aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun menningarmála og vísar henni til seinni umræðu í sveitarstjórn.

13.Styrkumsókn í Afreks- og viðurkenningarsjóð

Málsnúmer 202111013Vakta málsnúmer

Umsókn um styrk úr afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings frá Blakdeild Völsungs fyrir hönd ungmenna sem sóttu norðurlandamót í október sl.
Fjölskylduráð samþykkir að veita ungmennum úr Blakdeild Völsungs sem voru valin til að spila með U17 landsliðum Íslands á Norðurlandamóti í Danmörku núna í október, styrk að upphæð 450.000 krónur. Jafnframt óskar ráðið þeim innilega til hamingju með árangurinn.

14.Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftlagsvernd í verki

Málsnúmer 202111012Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskar sveitarfélaga þar sem sagt er frá námskeiði Landverndar, Loftslagsvernd í verki. Kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga er boðin þátttaka í námskeiðinu og er þátttakan gjaldfrjáls.
Lagt fram til kynningar.

15.Lokun verslunar Húsasmiðjunnar á Húsavík

Málsnúmer 202110118Vakta málsnúmer

Húsasmiðjan lokar verslun sinni við Vallholtsveg 8. Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Ásmundi Skeggjasyni varðandi notkunarmöguleika Vallholtsvegar 8.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.