Fara í efni

Erindi frá hverfisráði Raufarhafnar vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021

Borist hefur tillaga frá hverfisráði Raufarhafnar vegna lýsistanka á lóðinni Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn þess efnis, að byggðaráð Norðurþings geri bindandi samkomulag við hverfisráð Raufarhafnar þar sem fram kemur að Lýsistankarnir tveir á svokallaðri SR lóð á Raufarhöfn verði ekki seldir nema að undangengnu samþykki hverfisráðs Raufarhafnar eða samþykki íbúa sem færi fram með atkvæðagreiðslu hjá íbúum með lögheimili í póstnúmeri 675 og 676.
Byggðarráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir erindið og hyggst boða ráðið til fundar í byrjun janúar, samanber bókun við mál númer tvö.