Ársreikningur Norðurþings 2021
Málsnúmer 202203101
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 392. fundur - 24.03.2022
Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Norðurþings - 121. fundur - 29.03.2022
Á 392. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján Þór.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð Norðurþings - 394. fundur - 13.04.2022
Fyrir liggur ársreikningur Norðurþings 2021 til kynningar.
Byggðarráð þakkar Níelsi Guðmynssyni endurskoðanda fyrir komuna á fundinn.
Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar og verður lagður fram til undirritunar á næsta fundi.
Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar og verður lagður fram til undirritunar á næsta fundi.
Byggðarráð Norðurþings - 395. fundur - 21.04.2022
Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2021 til undirritunar, auk endurskoðunarskýrslu frá ENOR.
Ársreikningurinn er lagður fram til undirritunar og fer til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 122. fundur - 26.04.2022
Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2021 til síðari umræðu.
Til máls tóku: Kristján, Helena og Hjálmar.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Niðurstaða ársreikninga Norðurþings 2021 er ánægjuleg fyrir íbúa og góður endir á kjörtímabilinu sem senn lýkur. Við viljum koma á framfæri þökkum til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og þeirra hlut í góðum árangri.
Farið hefur verið í fjárfreka uppbyggingu innviða á kjörtímabilinu, teknar skynsamlegar fjárhagslegar ákvarðanir og viðhaft aðhald sem skilar því að ársreikningur samstæðu Norðurþings lýsir nú sterkri fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins. Þessi árangur næst þrátt fyrir heimsfaraldur, kjarasamningsbundnar launahækkanir undanfarin ár og aukið þjónustustig á mörgum sviðum rekstrar.
Staðan í kornhlöðunni er góð!
Bylgja, Hjálmar og Hrund leggja fram eftirfarandi bókun:
Það er reglulega ánægjulegt að sjá að áætlanir síðustu áratuga um auknar tekjur hafa gengið eftir. Ástæður tekjuaukningarinnar eru m.a. uppbygging í orkufrekum iðnaði, ferðaþjónusta og fleiri greinum atvinnulífsins. Þessi uppbygging hefur gjörbreytt tekjumyndun í samstæðu sveitarfélagsins og haft jákvæð áhrif á íbúaþróun enda atvinna undirstaða velferðar.
Það hvetur okkur til að huga áfram að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun til að standa undir velferðinni. Sérstaklega verður að horfa til uppbyggingar í Öxarfirði og á Kópaskeri sem og áframhaldandi uppbygging á Bakka. Sveitarfélagið þarf að draga þann vagn.
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið hagstætt á undanförnum árum. Sem dæmi hafa skatttekjur sveitarfélagsins aukist um 57% síðan starfsemi hófst á Bakka árið 2013. Framlag Jöfnunarsjóðs hefur sömuleiðis aukist um 57% á tíu árum og er 127 milljónum krónum hærra en upphafleg áætlun fyrir árið 2021 gerði ráð fyrir.
Ársreikningur 2021 sýnir hinsvegar að aðhald og aga hefur skort í rekstri sveitarfélagins; rekstrarkostnaður hefur hækkað undanfarin ár og gengið á handbært fé. Það var vitað mál að tekjur myndu dragast saman þegar framkvæmdatímabili og uppbyggingu í orkufrekum iðnaði lyki. Það sést í fyrri áætlunum sveitarfélagsins. Framundan eru stór verkefni og lántaka nauðsynleg.
Það fer því illa saman að tekjur eru mjög miklar, skortur á aðhaldi í rekstri og á eftirliti með framkvæmdakostnaði. Launakostnaður sveitasjóðs hefur hækkað undanfarin ár og er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 284 milljónum krónum meiri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Gengið hefur á handbært fé samstæðunnar til að fóðra reksturinn þrátt fyrir að tekjur séu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Það þarf að sýna ráðdeild í grunnrekstri sveitarfélagsins og aga til að verja grunnþjónustu þess sem er lögbundið hlutverk kjörinna fulltrúa. Um leið þarf að bæta stjórnsýsluferla, upplýsingagjöf til íbúa og vinnubrögð sveitarstjórnar.
Það er sannarlega ástæða til bjartsýni í okkar samfélagi, stuðlum að samvinnu í sveitarstjórn og grípum öll þau tækifæri sem við búum að í Norðurþingi. Við erum í sóknarstöðu og hana verður að nýta til að skora stig, íbúum öllum til heilla. Saman erum við sterkari.
Hafrún leggur fram eftirfarandi bókun:
Lykiltölur úr ársreikningi 2021 sýna nokkuð jákvæða stöðu sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð á árinu 2021 um 45,7 millj. kr. samanborið við 36,5 millj. kr. jákvæða afkomu skv. áætlun. Jákvæð niðurstaða var einnig á rekstri samstæðu sveitarfélagsins A og B hluta að fjárhæð 78,9 millj. kr. á árinu samanborið við 52,7 millj. kr. neikvæða afkomu skv. fjárhagsáætlun. Afkoma samstæðunnar var því 131,6 millj. kr. betri en áætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjurnar voru einnig hærri en áætlað var. Útsvarstekjur og fasteignaskattar voru 143 millj. kr. yfir áætlun og framlög frá jöfnunarsjóði voru 127 millj. kr. yfir áætlun. Mestu munar um að útgjaldajöfnunarframlag og framlög vegna grunnskóla sem voru nokkuð yfir áætlun.
Það sem þarf hins vegar að skoða með gagnrýnum hætti er að launakostnaður var nokkuð yfir áætlun ársins en frávik frá áætlun var 277 millj. kr eða 10,5 % hjá samstæðunni. Það er aðallega í félagsþjónustunni sem launin voru að fara töluvert yfir áætlun en rýna þarf vel í raunveruleg orsök þessara frávika. Annað sem vert er að skoða vel er að fjöldi meðalstöðugilda hækkar nokkuð milli ára en þau voru 289 á árinu 2021 samanborið við 269 árið áður. Ljóst er að ný störf fylgdu uppbyggingu nýs íbúðakjarna fatlaðra við Stóragarð og að ráða þurfti inn vegna nýs ákvæðis um styttingu vinnuvikunnar en mikilvægt er þó að sýna aðhald í aðgerðum sem þessum. Samkvæmt ársreikningi voru laun og launatengd gjöld 52,3 % af rekstrartekjum ársins samanborið við 54,7 % árið áður.
Verkefni nýrrar sveitarstjórnar eru ærin. Á kjörtímabilinu eru yfirvofandi framkvæmdir eins og uppbygging nýs hjúkrunarheimilis, húsnæði undir félagsmiðstöð og frístund, uppbygging golfskála ásamt vegtengingu í gegnum Holtakerfi o.fl. Samhliða þessum kostnaðarsömu framkvæmdum eru 50 lausir kjarasamningar á árinu. Það er því ljóst að eitt af meginverkefnum nýrrar sveitarstjórnar verður að finna leiðir til að auka tekjur sveitarfélagsins, án þess að hækka álögur á íbúa og fyrirtæki, ef skuldahlutfall sveitarfélagsins á ekki að hækka því mun meira, en í lok árs 2021 var það komið niður í 77%.
Ársreikningur Norðurþings er samþykktur samhljóða.
Ársreikningur Norðurþings verður birtur á vefsíðu sveitarfélagsins.
Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Niðurstaða ársreikninga Norðurþings 2021 er ánægjuleg fyrir íbúa og góður endir á kjörtímabilinu sem senn lýkur. Við viljum koma á framfæri þökkum til starfsfólks sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og þeirra hlut í góðum árangri.
Farið hefur verið í fjárfreka uppbyggingu innviða á kjörtímabilinu, teknar skynsamlegar fjárhagslegar ákvarðanir og viðhaft aðhald sem skilar því að ársreikningur samstæðu Norðurþings lýsir nú sterkri fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins. Þessi árangur næst þrátt fyrir heimsfaraldur, kjarasamningsbundnar launahækkanir undanfarin ár og aukið þjónustustig á mörgum sviðum rekstrar.
Staðan í kornhlöðunni er góð!
Bylgja, Hjálmar og Hrund leggja fram eftirfarandi bókun:
Það er reglulega ánægjulegt að sjá að áætlanir síðustu áratuga um auknar tekjur hafa gengið eftir. Ástæður tekjuaukningarinnar eru m.a. uppbygging í orkufrekum iðnaði, ferðaþjónusta og fleiri greinum atvinnulífsins. Þessi uppbygging hefur gjörbreytt tekjumyndun í samstæðu sveitarfélagsins og haft jákvæð áhrif á íbúaþróun enda atvinna undirstaða velferðar.
Það hvetur okkur til að huga áfram að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun til að standa undir velferðinni. Sérstaklega verður að horfa til uppbyggingar í Öxarfirði og á Kópaskeri sem og áframhaldandi uppbygging á Bakka. Sveitarfélagið þarf að draga þann vagn.
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið hagstætt á undanförnum árum. Sem dæmi hafa skatttekjur sveitarfélagsins aukist um 57% síðan starfsemi hófst á Bakka árið 2013. Framlag Jöfnunarsjóðs hefur sömuleiðis aukist um 57% á tíu árum og er 127 milljónum krónum hærra en upphafleg áætlun fyrir árið 2021 gerði ráð fyrir.
Ársreikningur 2021 sýnir hinsvegar að aðhald og aga hefur skort í rekstri sveitarfélagins; rekstrarkostnaður hefur hækkað undanfarin ár og gengið á handbært fé. Það var vitað mál að tekjur myndu dragast saman þegar framkvæmdatímabili og uppbyggingu í orkufrekum iðnaði lyki. Það sést í fyrri áætlunum sveitarfélagsins. Framundan eru stór verkefni og lántaka nauðsynleg.
Það fer því illa saman að tekjur eru mjög miklar, skortur á aðhaldi í rekstri og á eftirliti með framkvæmdakostnaði. Launakostnaður sveitasjóðs hefur hækkað undanfarin ár og er meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir eða 284 milljónum krónum meiri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Gengið hefur á handbært fé samstæðunnar til að fóðra reksturinn þrátt fyrir að tekjur séu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Það þarf að sýna ráðdeild í grunnrekstri sveitarfélagsins og aga til að verja grunnþjónustu þess sem er lögbundið hlutverk kjörinna fulltrúa. Um leið þarf að bæta stjórnsýsluferla, upplýsingagjöf til íbúa og vinnubrögð sveitarstjórnar.
Það er sannarlega ástæða til bjartsýni í okkar samfélagi, stuðlum að samvinnu í sveitarstjórn og grípum öll þau tækifæri sem við búum að í Norðurþingi. Við erum í sóknarstöðu og hana verður að nýta til að skora stig, íbúum öllum til heilla. Saman erum við sterkari.
Hafrún leggur fram eftirfarandi bókun:
Lykiltölur úr ársreikningi 2021 sýna nokkuð jákvæða stöðu sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð á árinu 2021 um 45,7 millj. kr. samanborið við 36,5 millj. kr. jákvæða afkomu skv. áætlun. Jákvæð niðurstaða var einnig á rekstri samstæðu sveitarfélagsins A og B hluta að fjárhæð 78,9 millj. kr. á árinu samanborið við 52,7 millj. kr. neikvæða afkomu skv. fjárhagsáætlun. Afkoma samstæðunnar var því 131,6 millj. kr. betri en áætlun með viðaukum gerði ráð fyrir. Tekjurnar voru einnig hærri en áætlað var. Útsvarstekjur og fasteignaskattar voru 143 millj. kr. yfir áætlun og framlög frá jöfnunarsjóði voru 127 millj. kr. yfir áætlun. Mestu munar um að útgjaldajöfnunarframlag og framlög vegna grunnskóla sem voru nokkuð yfir áætlun.
Það sem þarf hins vegar að skoða með gagnrýnum hætti er að launakostnaður var nokkuð yfir áætlun ársins en frávik frá áætlun var 277 millj. kr eða 10,5 % hjá samstæðunni. Það er aðallega í félagsþjónustunni sem launin voru að fara töluvert yfir áætlun en rýna þarf vel í raunveruleg orsök þessara frávika. Annað sem vert er að skoða vel er að fjöldi meðalstöðugilda hækkar nokkuð milli ára en þau voru 289 á árinu 2021 samanborið við 269 árið áður. Ljóst er að ný störf fylgdu uppbyggingu nýs íbúðakjarna fatlaðra við Stóragarð og að ráða þurfti inn vegna nýs ákvæðis um styttingu vinnuvikunnar en mikilvægt er þó að sýna aðhald í aðgerðum sem þessum. Samkvæmt ársreikningi voru laun og launatengd gjöld 52,3 % af rekstrartekjum ársins samanborið við 54,7 % árið áður.
Verkefni nýrrar sveitarstjórnar eru ærin. Á kjörtímabilinu eru yfirvofandi framkvæmdir eins og uppbygging nýs hjúkrunarheimilis, húsnæði undir félagsmiðstöð og frístund, uppbygging golfskála ásamt vegtengingu í gegnum Holtakerfi o.fl. Samhliða þessum kostnaðarsömu framkvæmdum eru 50 lausir kjarasamningar á árinu. Það er því ljóst að eitt af meginverkefnum nýrrar sveitarstjórnar verður að finna leiðir til að auka tekjur sveitarfélagsins, án þess að hækka álögur á íbúa og fyrirtæki, ef skuldahlutfall sveitarfélagsins á ekki að hækka því mun meira, en í lok árs 2021 var það komið niður í 77%.
Ársreikningur Norðurþings er samþykktur samhljóða.
Ársreikningur Norðurþings verður birtur á vefsíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð Norðurþings - 400. fundur - 30.06.2022
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.