Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

400. fundur 30. júní 2022 kl. 08:30 - 10:57 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 1. sat fundinn Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur.
Einnig sátu undir lið 1. frá hverfisráðum.
Hverfisráð Raufarhafnar: Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir
Hverfisráð Kelduhverfis: Jónas Þór Viðarsson
Hverfisráð Öxarfjarðar: Brynjar Þór Vigfússon

Undir lið 2. sat fundinn María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur.

1.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer

Á 396. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svari við erindinu í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins. Einnig þarf sveitarfélagið að eiga samtal við sín hverfisráð og mun boða þau til fundar áður en lengra er haldið með málið og frekar ákvarðanir teknar. Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur og formenn hverfisráða sitja fundinn undir þessum lið.

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Byggðarráð þakkar Hilmari Gunnlaugssyni lögfræðingi og formönnum hverfisráða fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra í samráði við lögfræðingi sveitarfélagsins í málinu að vinna að svörum varðandi samningsdrög og yfirlýsinu Norðurþings til ráðuneytisins. Einnig óskar byggðarráð eftir frekari upplýsingum um þær breytingar sem orðið hafa á verkefninu á síðustu vikum frá félaginu. Málið verður svo tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

2.Staða landbúnaðar

Málsnúmer 202206080Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mætir María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og fer yfir stöðu landbúnaðar.
Byggðarráð þakkar Maríu Svanþrúði fyrir komuna og greinargóð svör um stöðu landbúnaðar á svæðinu.

Landbúnaður, sérstaklega sauðfjárrækt er ein af undirstöðuatvinnugreinum í sveitarfélaginu. Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðugt lakari lífsskilyrðum sauðfjárbænda, huga þarf vel að velferð bænda við þessar erfiðu aðstæður þar sem reksturinn er samtvinnaður heimili þeirra. Verði ekkert að gert mun það hafa veruleg áhrif á viðkvæmari svæðum sveitarfélagsins sem eiga nú þegar undir högg að sækja.
Sveitarfélagið óskar eftir samtali við ríkisvaldið um framhald málsins.

3.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða

Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer

Hafrún Olgeirsdóttir leggur fram neðangreinda tillögu;

Á síðasta ári var unnið að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi. Það voru Íslandsstofa, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing sem stóðu að því verkefni og gefin var út skýrsla Grænir Iðngarðar- tækifæri fyrir Ísland. Í kjölfarið voru það svo M/STUDIO Reykjavík og INNOV sem tóku saman þau tækifæri og áskoranir sem felast í uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka og var sú vinna meðal annars byggð á fyrrnefndri skýrslu. Sú vinna nýtist sveitarfélaginu til ákvörðunartöku, að móta framtíðarsýn fyrir Bakka og benda á hvaða skref þarf að taka til að hámarka líkur á að sú sýn verði að veruleika.
Til að fá sem mest út úr þeirri vinnu sem hefur verið gerð síðustu mánuði, til að fullnýta innviði sem eru nú þegar á svæðinu og til að tryggja uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka, leggur undirrituð til að fela sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir stöðugildi verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að leiða áfram uppbyggingu svæðisins. Í því felst meðal annars að kanna hvort hagaðilar eins og Landsvirkjun og ráðuneytið hafi áhuga á því að koma að starfinu. Endanleg ákvörðun um stöðugildi yrði svo tekin fyrir þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Byggðarráð tekur undir tillöguna og felur starfandi sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir stöðugildi verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að leiða áfram uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka.

4.Leiga á rafhlaupahjólum á Húsavík

Málsnúmer 202206114Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur neðangreint erindi frá Hopp ehf.

Efni þessa erindis er að veitt sé leyfi fyrir opnun og rekstri á stöðvalausa deilileigu fyrir rafhlaupahjól á Húsavík. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi (e. franchise) undir formerkjum Hopp.
Sérleyfishafinn, BÍB fasteignir ehf., verður eigandi að rafhlaupahjólunum og verður starfsemin rekin með hugbúnaði og aðstoð frá Hopp ehf.
Það er ósk okkar að gerður sé þjónustusamningur milli Húsavíkur (Norðurþings) og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafhlaupahjól á svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið Norðurþing geri þjónustusamning og samstarfsyfirlýsingu við Hopp ehf. kt: 620321-1410 um deilileigu fyrir rafskútur á Húsavík. Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga og birta samstarfsyfirlýsinu á vefsíðu Norðurþings, málinu er vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.

5.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns LSH - 2022

Málsnúmer 202206083Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarrráði liggur erindi frá Brú lífeyrissjóði.
Á fundi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs 20. júní 2022 var lagt fram bréf tryggingastærðfræðings sjóðsins, Bjarna Guðmundssonar, dagsett 23. maí sl., þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2022 verði 72%.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu tryggingastærðfræðings sjóðsins, vegna endurgreiðsluhlutfalls réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.

6.Ársreikningur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202203101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um stofnun lóðar úr landi Snartarstaða

Málsnúmer 202206049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun 128. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 21. júní 2022.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.


8.Ósk um stofnun lóðar fyrir flugvallarskýli við Raufarhöfn

Málsnúmer 202205035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun 128. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 21. júní 2022.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Höfði 4.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar frá 21.06.2022.
Varðandi lið 1. í fundargerð þá verður unnið að því í haust að skilgreina hlutverk og tilgang hverfisráða Norðurþings með það að markmiði að ráðin verði skilvirkari.
Varðandi lið 2. byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að kanna möguleika sveitarfélagsins að bregðast við þessari þróun.

Aðrir liðir fundargerðar eru lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:57.