Ósk um stofnun lóðar fyrir flugvallarskýli við Raufarhöfn
Málsnúmer 202205035
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 128. fundur - 21.06.2022
Nanna Steina Höskuldsdóttir, f.h. landeigenda, óskar samþykkis fyrir stofnun lóðar umhverfis flugvallarskýli við Raufarhöfn. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur 28.000 m² lóðar. Ennfremur er þess óskað að lóðin fái heitið Höfði 4.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Höfði 4.
Byggðarráð Norðurþings - 400. fundur - 30.06.2022
Fyrir byggðarráði liggur bókun 128. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 21. júní 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Höfði 4.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðarinnar verði samþykkt og að hún fái heitið Höfði 4.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.