Leiga á rafhlaupahjólum á Húsavík
Málsnúmer 202206114
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 400. fundur - 30.06.2022
Fyrir byggðarráði liggur neðangreint erindi frá Hopp ehf.
Efni þessa erindis er að veitt sé leyfi fyrir opnun og rekstri á stöðvalausa deilileigu fyrir rafhlaupahjól á Húsavík. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi (e. franchise) undir formerkjum Hopp.
Sérleyfishafinn, BÍB fasteignir ehf., verður eigandi að rafhlaupahjólunum og verður starfsemin rekin með hugbúnaði og aðstoð frá Hopp ehf.
Það er ósk okkar að gerður sé þjónustusamningur milli Húsavíkur (Norðurþings) og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafhlaupahjól á svæðinu.
Efni þessa erindis er að veitt sé leyfi fyrir opnun og rekstri á stöðvalausa deilileigu fyrir rafhlaupahjól á Húsavík. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi (e. franchise) undir formerkjum Hopp.
Sérleyfishafinn, BÍB fasteignir ehf., verður eigandi að rafhlaupahjólunum og verður starfsemin rekin með hugbúnaði og aðstoð frá Hopp ehf.
Það er ósk okkar að gerður sé þjónustusamningur milli Húsavíkur (Norðurþings) og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafhlaupahjól á svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið Norðurþing geri þjónustusamning og samstarfsyfirlýsingu við Hopp ehf. kt: 620321-1410 um deilileigu fyrir rafskútur á Húsavík. Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga og birta samstarfsyfirlýsinu á vefsíðu Norðurþings, málinu er vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022
Á 400. fundi byggðarráðs 30.06.2022, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið Norðurþing geri þjónustusamning og samstarfsyfirlýsingu við Hopp ehf. kt: 620321-1410 um deilileigu fyrir rafskútur á Húsavík. Byggðarráð felur starfandi sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga og birta samstarfsyfirlýsinu á vefsíðu Norðurþings, málinu er vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.