Staða landbúnaðar
Málsnúmer 202206080
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 399. fundur - 23.06.2022
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu;
Landbúnaður skipar stóran sess í sveitarfélaginu Norðurþingi. Undirritaður leggur til að ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verði boðuð til fundar byggðarráðs til að ræða stöðuna atvinnugreininni.
Landbúnaður skipar stóran sess í sveitarfélaginu Norðurþingi. Undirritaður leggur til að ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verði boðuð til fundar byggðarráðs til að ræða stöðuna atvinnugreininni.
Byggðarráð samþykkir að fela starfandi sveitarstjóra að boða fulltrúa frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins til fundar ráðsins á næstunni.
Byggðarráð Norðurþings - 400. fundur - 30.06.2022
Á fund byggðarráðs mætir María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins og fer yfir stöðu landbúnaðar.
Byggðarráð þakkar Maríu Svanþrúði fyrir komuna og greinargóð svör um stöðu landbúnaðar á svæðinu.
Landbúnaður, sérstaklega sauðfjárrækt er ein af undirstöðuatvinnugreinum í sveitarfélaginu. Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðugt lakari lífsskilyrðum sauðfjárbænda, huga þarf vel að velferð bænda við þessar erfiðu aðstæður þar sem reksturinn er samtvinnaður heimili þeirra. Verði ekkert að gert mun það hafa veruleg áhrif á viðkvæmari svæðum sveitarfélagsins sem eiga nú þegar undir högg að sækja.
Sveitarfélagið óskar eftir samtali við ríkisvaldið um framhald málsins.
Landbúnaður, sérstaklega sauðfjárrækt er ein af undirstöðuatvinnugreinum í sveitarfélaginu. Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðugt lakari lífsskilyrðum sauðfjárbænda, huga þarf vel að velferð bænda við þessar erfiðu aðstæður þar sem reksturinn er samtvinnaður heimili þeirra. Verði ekkert að gert mun það hafa veruleg áhrif á viðkvæmari svæðum sveitarfélagsins sem eiga nú þegar undir högg að sækja.
Sveitarfélagið óskar eftir samtali við ríkisvaldið um framhald málsins.