Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

121. fundur 29. mars 2022 kl. 16:15 - 17:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Aldey Unnar Traustadóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
  • Benóný Valur Jakobsson 2. varaforseti
  • Birna Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Jóhann Lund 1. varamaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202203101Vakta málsnúmer

Á 392. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Kristján Þór.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Viðauki vegna 3 ára áætlun 2023- 2025

Málsnúmer 202203103Vakta málsnúmer

Á 392. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til sveitarstjórnar til samþykktar. Viðaukinn felur í sér hækkun á útgjöldum um 16 m.kr. á tímabilinu 2023-2024. Heildarkaupverð slökkvibifreiðar er áætlað 91 m.kr.
Til máls tóku: Kristján Þór, Aldey, Hjálmar, Benóný og Hafrún.

Aldey Unnar Traustadóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að Norðurþing dragi sig út úr útboði í samstarfi við Ríkiskaup um kaup á nýrri slökkvibifreið og jafnframt leggur undirrituð til að fallið verði frá þessari viðaukabreytingu fjárhagsáætlunar.

Tillögunni er hafnað með atkvæðum Benónýs, Birnu, Bylgju, Hafrúnar, Hjálmars, Hrundar, Kristins og Kristjáns. Aldey greiðir atkvæði með tillögunni.


Fyrirliggjandi viðauki sem samþykktur með atkvæðum Benónýs, Birnu, Bylgju, Hafrúnar, Hjálmars, Hrundar, Kristins og Kristjáns. Aldey greiðir atkvæði á móti.


Aldey leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er hreinn og beinn tvískinnungsháttur að samþykkja nú kaup á 91 milljóna kr. slökkvibíl á Húsavík sem er meira en 20% umfram áætlun, á sama tíma og hafnað er í skipulags- og framkvæmdaráði fjárfestingu til frístundahúss fyrir börn á Húsavík og framkvæmdum á lóð við leikskólann í Lundi á þeim forsendum að kostnaður hafi verið umfram áætlun. Undirrituð hefur áður bent á í afgreiðslu fjárhagsáætlunar að hér er verið að binda hendur nýrrar sveitarstjórnar örfáum vikum fyrir kosningar með mikilli fjárfestingu sem ekki hefur verið samþykkt eða nein áform gerð um í stefnumörkun meirihluta eða sveitarstjórnar almennt. Með þessum fjárútlátum eru fjárfestingar Norðurþings til slökkviliðsins á kjörtímabilinu, eingöngu á Húsavík, farnar að nálgast hálfan milljarð króna. Undirritaðri finnst þetta fráleit forgangsröðun, sem ætti að snúa að brýnum úrbótum fyrir börn og fjölskyldur víða í sveitarfélaginu. Undirrituð samþykkir því ekki breytingu á fjárhagsáætlun til þriggja ára.

3.Viðauki vegna Barnaverndar 2022

Málsnúmer 202201063Vakta málsnúmer

Á 392. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Norðurþings er kr. -9.865.648 á yfirstandandi fjárhagsári.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka samhljóða.

4.Dimmuborgir ehf.sækir um lóð að Lyngholti 26-32

Málsnúmer 202202075Vakta málsnúmer

Á 119. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Dimmuborgum ehf. verði úthlutað lóðinni, með fyrirvara um gildistöku fyrirhugaðrar breytingar deiliskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að grenndarkynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Nágrannar teldust í því samhengi vera eigendur Lyngholts 18-24, Lyngholts 34-40, Stekkjarholts 15 og Stakkholts 9 og 14.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

5.Leigufélagið Bríet sækir um lóð að Drafnargötu Kópaskeri

Málsnúmer 202203098Vakta málsnúmer

Á 122. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki þörf á að sameina tvær lóðir til uppbyggingar parhúss heldur dugi að stækka fyrirliggjandi einbýlishúsalóð. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að Leigufélaginu Bríeti ehf. verði boðin lóðin að Drafnargötu 1 til uppbyggingar parhúss. Skoðað verði í því samhengi hversu stóra lóð þarf undir byggingaráform umsækjanda og stærð lóðar látin ráðast af því. Úthlutun lóðarinnar verði með fyrirvara um að leyfi fáist til að byggja parhús á lóðinni. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð og sveitarstjórn að veittur verði 100% afsláttur af lóðum við Drafnargötu að því tilskyldu að fokheldi bygginga og ásættanlegum frágangi lóða verði lokið fyrir árslok 2024.

Á 392. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Á grunni byggðarsjónarmiða, samþykkir byggðarráð tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að veittur verði 100% afsláttur af því sem við kemur gatnagerðar- og lóðargjöldum af lóðum við Drafnargötu með þeim skilyrðum sem samþykkt voru af skipulags- og framkvæmdaráði. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með að uppbygging íbúðarhúsnæðis sé að hefjast á Kópaskeri.

Til máls tóku: Hjálmar og Benóný.

Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið byggðarráðs og samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdráðs samhljóða.

6.Rótarýklúbbur Húsavíkur sækir um landspildu sunnan Kaldbakstjarna til varanlegra afnota

Málsnúmer 202109034Vakta málsnúmer

Á 120. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rótarýklúbbi Húsavíkur verði boðið upp á samning um 7,8 ha land til afnota á grunni fyrirliggjandi uppdráttar og samningsdraga.
Til máls tóku: Benóný og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Rifós Kópaskeri óskar eftir stækkun á nýtingarlandi vegna vatnstöku

Málsnúmer 202202093Vakta málsnúmer

Á 120. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi verði veitt heimild til vatnstöku á landi til samræmis við umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar náist samningar þar um, þannig að norðurmörk svæðis verði um eldri heimkeyrslu að þéttbýlinu. Ráðið vísar samningsgerð til byggðarráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Listamaður Norðurþings 2022

Málsnúmer 202203002Vakta málsnúmer

Á 114. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum sem fela í sér að eingöngu verður hægt að skila inn umsóknum um listamann Norðurþings en ekki tilnefningum. Reglunum er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Birna og Aldey.

Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

9.Starfsreglur Frístundar

Málsnúmer 202202009Vakta málsnúmer

Á 114. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur Frístundar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Birna, Aldey og Hafrún.

Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í samræmi við þá vinnu sem er í gangi í frístundamálum hér á Húsavík er mikilvægt að taka næstu skref í átt að því að Frístund verði heilsársúrræði og er það gert hér með nýjum reglum þar sem sett er upp samfelld heilsárs dagskrá samhliða skóladagatali hvers árs. Við viljum nýta tækifærið og þakka starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir góða vinnu.

Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.

10.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

11.Fjölskylduráð - 111

Málsnúmer 2202006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 111. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

12.Fjölskylduráð - 112

Málsnúmer 2202009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 112. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjölskylduráð - 113

Málsnúmer 2203003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 113. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

14.Fjölskylduráð - 114

Málsnúmer 2203008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 114. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 119

Málsnúmer 2202004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 119. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulags- og framkvæmdaráð - 120

Málsnúmer 2202008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 120. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 121

Málsnúmer 2203001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 121. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 122

Málsnúmer 2203004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 122. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Byggðarráð Norðurþings - 388

Málsnúmer 2202007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 388. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Byggðarráð Norðurþings - 389

Málsnúmer 2202010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 389. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Byggðarráð Norðurþings - 390

Málsnúmer 2203002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 390. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Byggðarráð Norðurþings - 391

Málsnúmer 2203006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 391. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 392

Málsnúmer 2203009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 392. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Orkuveita Húsavíkur ohf - 228

Málsnúmer 2202005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 228. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

25.Orkuveita Húsavíkur ohf - 229

Málsnúmer 2203007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 229. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.