Starfsreglur Frístundar
Málsnúmer 202202009
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 110. fundur - 07.02.2022
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að starfsreglum heilsárs Frístundar á Húsavík.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa, í samráði við skólastjóra Borgarhólsskóla, að vinna málið áfram.
Fjölskylduráð - 114. fundur - 21.03.2022
Starfsreglur Frístundar á Húsavík eru lagðar fram til samþykktar. í starfsreglunum er gert ráð fyrir að Frístund verði rekið sem heilsársúrræði. Einnig er lagt fram minnisblað þar sem farið er yfir helstu breytingar sem þessu fylgja, markmið og útfærslu starfsemi heilsárs Frístundar.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur Frístundar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn Norðurþings - 121. fundur - 29.03.2022
Á 114. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur Frístundar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur Frístundar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Birna, Aldey og Hafrún.
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í samræmi við þá vinnu sem er í gangi í frístundamálum hér á Húsavík er mikilvægt að taka næstu skref í átt að því að Frístund verði heilsársúrræði og er það gert hér með nýjum reglum þar sem sett er upp samfelld heilsárs dagskrá samhliða skóladagatali hvers árs. Við viljum nýta tækifærið og þakka starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir góða vinnu.
Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Í samræmi við þá vinnu sem er í gangi í frístundamálum hér á Húsavík er mikilvægt að taka næstu skref í átt að því að Frístund verði heilsársúrræði og er það gert hér með nýjum reglum þar sem sett er upp samfelld heilsárs dagskrá samhliða skóladagatali hvers árs. Við viljum nýta tækifærið og þakka starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir góða vinnu.
Sveitarstjórn staðfestir reglurnar samhljóða.