Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn
Málsnúmer 202201114Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá umboðsmanni barna þar sem áréttað er við sveitarfélög að sveitarfélögum ber skylda til að leggja sérstakt mat á áhrif ákvarðana á börn sem teknar eru á
vettvangi þeirra, en slíkt mat ætti ávallt að fara fram á fyrstu stigum umræðu eða ákvarðanatöku. Sveitarfélög beri jafnframt skyldu til að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar
í öllum málum sem þau varðar og ber að taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska, líkt og 12. gr. Barnasáttmálans kveður á um.
Umboðsmaður barna sveitarfélög til þess að virða rétt
barna til þátttöku og áhrifa og til að innleiða að fullu ákvæði Barnasáttmálans í allri framkvæmd
og ákvarðanatöku á vettvangi þeirra.
vettvangi þeirra, en slíkt mat ætti ávallt að fara fram á fyrstu stigum umræðu eða ákvarðanatöku. Sveitarfélög beri jafnframt skyldu til að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar
í öllum málum sem þau varðar og ber að taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska, líkt og 12. gr. Barnasáttmálans kveður á um.
Umboðsmaður barna sveitarfélög til þess að virða rétt
barna til þátttöku og áhrifa og til að innleiða að fullu ákvæði Barnasáttmálans í allri framkvæmd
og ákvarðanatöku á vettvangi þeirra.
Lagt fram til kynningar.
2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022
Málsnúmer 202201090Vakta málsnúmer
Júlíana Kristín Jónsdóttir sækir um styrk í lista- og menningarsjóð til að setja upp leiksýninguna Girls and Boys í Norðurþingi í sumar.
Fjölskylduráð þakkar erindið en telur sér ekki fært að verða við erindinu.
3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022
Málsnúmer 202201110Vakta málsnúmer
Urður tengslanet kvenna sækir um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings til að geta veitt konum á Norðausturlandi tækifæri til að kynna að sér menningu, list og atvinnuuppbyggingu á öllu svæðinu.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Urði tengslanet um 50.000 kr.
4.Aðstöðumál Tónasmiðjunnar vetur 2022
Málsnúmer 202201018Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað um möguleg húsnæðis úrræði fyrir Tónasmiðjuna. Tónasmiðjan óskar eftir afnotum af Túni.
Málið var á dagskrá 108.fundar fjölskylduráðs þann 10.01.2022.
Málið var á dagskrá 108.fundar fjölskylduráðs þann 10.01.2022.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar Tónasmiðjunni fyrir erindið. Hluti Túns er í útleigu sem íbúðarhúsnæði og samkvæmt úttekt starfsmanna Eignarsjóðs Norðurþings er húsnæði ekki hentugt fyrir tónlistaræfingar. Mikið viðhald blasir við eigninni og eignin því ekki útleiguhæf vegna ástands.
Fjölskylduráð hvetur Tónasmiðjuna að leita sér áfram að húsnæði á almennum markaði.
Fjölskylduráð þakkar Tónasmiðjunni fyrir erindið. Hluti Túns er í útleigu sem íbúðarhúsnæði og samkvæmt úttekt starfsmanna Eignarsjóðs Norðurþings er húsnæði ekki hentugt fyrir tónlistaræfingar. Mikið viðhald blasir við eigninni og eignin því ekki útleiguhæf vegna ástands.
Fjölskylduráð hvetur Tónasmiðjuna að leita sér áfram að húsnæði á almennum markaði.
5.Nafn á íþróttahöll og knattspyrnuvelli á Húsavík
Málsnúmer 202201102Vakta málsnúmer
Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir heimild frá Norðurþingi til að nefna íþróttahöll og knattspyrnuvöll á Húsavík í tengslum við samninga við styrktaraðila.
Undanfarin tvö ár hefur Húsavíkurvöllur gengið undir nafninu Vodafonevöllurinn á Húsavík.
Undanfarin tvö ár hefur Húsavíkurvöllur gengið undir nafninu Vodafonevöllurinn á Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir erindið.
6.Húsnæði á Kópaskeri fyrir félagsstarf ungmenna
Málsnúmer 202202026Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til kynningar minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um húsnæði fyrir félagsstarf ungmenna á Kópaskeri.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja félagsstarf ungmenna á Kópaskeri og vinna málið áfram í samstarfi við skólastjóra Öxarfjarðarskóla og nemendur.
7.Húsnæði fyrir frístund barna
Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur málið til kynningar.
Á 117. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Ráðið mun fjalla áfram um málið á næsta fundi sínum og vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði.
Á 117. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Ráðið mun fjalla áfram um málið á næsta fundi sínum og vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.
8.Starfsreglur Frístundar
Málsnúmer 202202009Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að starfsreglum heilsárs Frístundar á Húsavík.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa, í samráði við skólastjóra Borgarhólsskóla, að vinna málið áfram.
9.Tillaga að skoðun sameiningar skólastjórnar Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla á Húsavík
Málsnúmer 202202039Vakta málsnúmer
Arna Ýr Arnarsdóttir, Bylgja Steingrímsdóttir og Eiður Pétursson leggja til að kanna möguleika á sameiningu skólastjórnar Tónlistarskóla Húsavíkur og Borgarhólsskóla á Húsavík.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að kanna mögulega kosti sameiningar.
10.Allsherjar- og menntamálanefnd - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál
Málsnúmer 202201094Vakta málsnúmer
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:15.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 2-3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-8.