Rifós Kópaskeri óskar eftir stækkun á nýtingarlandi vegna vatnstöku
Málsnúmer 202202093
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 119. fundur - 22.02.2022
Rifós óskar eftir heimild til vatnstöku á 1,6 ha landi austan við Röndina á Kópaskeri. Með erindi fylgir hnitsett afmörkun þess lands sem óskað er eftir að heimildin nái til. Óskað hefur verið eftir umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar vegna erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis þar til fyrir liggur afstaða Hverfisráðs Öxarfjarðar til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 120. fundur - 01.03.2022
Á fundi sínum þann 22. febrúar s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um erindi Rifóss á Kópaskeri þar sem óskað er heimildar til vatnstöku á 1,6 ha viðbótarlandi austan Randarinnar á Kópaskeri. Afgreiðslu erindis var þá frestað þar til fyrir lægi umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar vegna þess. Nú liggur afstaða Hverfisráð fyrir og leggur ráðið til að norðurmörk nýtingarsvæðis verði um gömlu aðkomuleiðina að Kópaskeri þannig að mögulegt verði að stækka tjaldstæðið utan nýtingarsvæðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi verði veitt heimild til vatnstöku á landi til samræmis við umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar náist samningar þar um, þannig að norðurmörk svæðis verði um eldri heimkeyrslu að þéttbýlinu. Ráðið vísar samningsgerð til byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022
Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 120. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs frá 1.3.2022. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi verði veitt heimild til vatnstöku á landi til samræmis við umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar náist samningar þar um, þannig að norðurmörk svæðis verði um eldri heimkeyrslu að þéttbýlinu. Ráðið vísar samningsgerð til byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera viðauka við gildandi samning við Rifós hf. um heimild til vatnstöku á landi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Norðurþings - 121. fundur - 29.03.2022
Á 120. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi verði veitt heimild til vatnstöku á landi til samræmis við umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar náist samningar þar um, þannig að norðurmörk svæðis verði um eldri heimkeyrslu að þéttbýlinu. Ráðið vísar samningsgerð til byggðarráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi verði veitt heimild til vatnstöku á landi til samræmis við umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar náist samningar þar um, þannig að norðurmörk svæðis verði um eldri heimkeyrslu að þéttbýlinu. Ráðið vísar samningsgerð til byggðarráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.