Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Kristján Þór Magnússon sat fundinn í fjarfundi.
1.Ósk um viðræður við Norðurþing vegna stórþaravinnslu
Málsnúmer 202202101Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri fer yfir málið og skipulag íbúafundar sem fyrirhugaður er á miðvikudaginn í næstu viku.
Sveitarstjóri fór yfir málið og kynnti næstu skref í málinu. Íbúafundur verður haldinn á Fosshótel miðvikudaginn 16. mars kl: 17. Þar mun forsvarfólk Íslandsþara ehf. kynna verkefnið og umræður verða í framhaldinu.
2.Rifós Kópaskeri óskar eftir stækkun á nýtingarlandi vegna vatnstöku
Málsnúmer 202202093Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 120. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs frá 1.3.2022. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rifósi verði veitt heimild til vatnstöku á landi til samræmis við umsögn Hverfisráðs Öxarfjarðar náist samningar þar um, þannig að norðurmörk svæðis verði um eldri heimkeyrslu að þéttbýlinu. Ráðið vísar samningsgerð til byggðarráðs.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera viðauka við gildandi samning við Rifós hf. um heimild til vatnstöku á landi sveitarfélagsins.
3.CrowdThermal og samfélagsgróðurhús
Málsnúmer 201909081Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 120. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 1.3.2022. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í afnot af svæðinu gegnt Ásgarði. Ráðið getur ekki tekið afstöðu til þátttöku sveitarfélagsins í innviðum og rekstri mannvirkja að svo stöddu og vísar erindinu til byggðarráðs og Orkuveitu Húsavíkur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna minnisblað um umfang og kostnað verkefnisins.
4.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023
Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur greinargerð frá Hverfisráði Raufarhafnar. "Hverfisráð Raufarhafnar stóð fyrir umræðufundi meðal íbúa þriðjudaginn 1. mars sl. þar sem rætt var um fyrirætlanir byggðarráðs Norðurþings til að selja SR lóðina og þær byggingar sem henni tilheyra. Í kjölfarið fór fram viðhorfskönnun meðal íbúa þar sem þeir voru ynntir álits um hvort sveitafélagið ætti að halda samningaumræðum áfram og var niðurstaðan nokkuð afgerandi. Meirihluti bæjarbúa er fylgjandi því að byggðarráð Norðurþings haldi umræðunum áfram við Björg Capital."
Byggðarráð þakkar hverfisráði Raufarhafnar fyrir þeirra framlag í málinu og áréttar að málið verði áfram unnið í samráði við hverfisráð Raufarhafnar.
5.Samningur um rekstur bókasafna Norðurþings
Málsnúmer 202202051Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að fara yfir fyrirkomulag og rekstur bókasafna Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita lausna í málinu.
6.Samstarfsverkefni um Græna iðngarða
Málsnúmer 202102066Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri gerir grein fyrir þeirri vinnu sem ráðgjafar munu stýra fram til vors um formun græns iðngarðs á Bakka. Stefnt er að því að undirrita samkomulag við M/studio Reykjavik og INNOV um verkstýringu á þessum síðasta hluta samstarfsverkefnis Norðurþings, Íslandsstofu, Landsvirkjunar og iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu málsins og hvað er framumdan í verkefninu. Gert er ráð fyrir að vinnunni ljúki í maí næstkomandi.
7.Uppfærsla á samkomulagi við Carbon Iceland ehf.
Málsnúmer 202203044Vakta málsnúmer
Carbon Iceland ehf. óskar eftir uppfærslu á samkomulagi sem Norðurþing undirritaði við fyrirtækið árið 2021.
Seinni áfangi vinnunnar við tækifæri Norðurþings til þróunar græns iðngarðs á Bakka er í fullum gangi. Telur byggðarráð heillavænlegt að samkomulög sem nú eru í gildi við áhugasama aðila um lóðir á Bakka standi óbreytt þar til framangreindri vinnu er lokið. Ráðgjafar í verkefninu um græna iðngarða verða í samskiptum við fyrirtæki sem sýnt hafa svæðinu áhuga þannig að sjónarmið hagsmunaaðila uppbyggingar á Bakka komi fram í lokaskýrslu þess verkefnis.
8.Samstarf N4 og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi milli sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 ehf. vegna þáttagerðar og sýninga á miðlum N4 árið 2022.
Byggðarráð samþykkti á fundi 389. þann 3.3.2022 að Norðurþing tæki þátt í verkefninu.
Byggðarráð samþykkti á fundi 389. þann 3.3.2022 að Norðurþing tæki þátt í verkefninu.
Byggðarráð samþykkir samkomulagið.
9.Suðurnesjalína 2, áskorun til sveitarfélaga frá bæjarráði sveitarfélagsins Voga
Málsnúmer 202203022Vakta málsnúmer
Til umsagnar í byggðarráði. Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga á 350. fundi bæjarráðs 2.3.2022. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur sveitarfélög landsins og Samband íslenskra sveitarfélaga til að veita umsögn og taka afstöðu til frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2 í lofti í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynnningar.
Bergur Elías óskar bókað:
Ég tel mikilvægt að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga sé virtur.
Benóný Valur tekur undir bókun Bergs.
Bergur Elías óskar bókað:
Ég tel mikilvægt að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga sé virtur.
Benóný Valur tekur undir bókun Bergs.
10.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2022-2023
Málsnúmer 202202064Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 88. fundur svæðisráðs norðursvæðis haldinn í fjarfundi, þriðjudaginn 8. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.
11.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022
Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer
Til umsagnar í byggðarráði. Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.
Lagt fram til kynningar.
12.Innviðaráðuneyti, drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum í samráðsgátt
Málsnúmer 202203033Vakta málsnúmer
Til umsagnar í byggðarráði. Innviðaráðuneytið birti í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)
Lagt fram til kynningar.
13.Móttaka flóttafólks í Norðurþingi
Málsnúmer 202203055Vakta málsnúmer
Ráðuneytið er að óska eftir okkar þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið.
Byggðarráð samþykkir þátttöku í verkefninu og vísar því til úrvinnslu í fjölskylduráði.
Fundi slitið - kl. 10:50.