Uppfærsla á samkomulagi við Carbon Iceland ehf.
Málsnúmer 202203044
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022
Carbon Iceland ehf. óskar eftir uppfærslu á samkomulagi sem Norðurþing undirritaði við fyrirtækið árið 2021.
Seinni áfangi vinnunnar við tækifæri Norðurþings til þróunar græns iðngarðs á Bakka er í fullum gangi. Telur byggðarráð heillavænlegt að samkomulög sem nú eru í gildi við áhugasama aðila um lóðir á Bakka standi óbreytt þar til framangreindri vinnu er lokið. Ráðgjafar í verkefninu um græna iðngarða verða í samskiptum við fyrirtæki sem sýnt hafa svæðinu áhuga þannig að sjónarmið hagsmunaaðila uppbyggingar á Bakka komi fram í lokaskýrslu þess verkefnis.
Byggðarráð Norðurþings - 399. fundur - 23.06.2022
Á fund byggðarráðs mætir Hallgrímur Óskarsson stjórnarformaður Carbon Iceland ehf. og kynnir framvindu og stöðu verkefnisins.
Byggðarráð þakkar Hallgrími Óskarssyni fyrir komuna á fundinn og upplýsandi kynningu á framvindu verkefnis Carbon Iceland ehf. sem snýr að uppbyggingaráformum félagsins á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Ráðið mun fjalla áfram um málið á næstu vikum.