Ósk um viðræður við Norðurþing vegna stórþaravinnslu
Málsnúmer 202202101
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 388. fundur - 24.02.2022
Formleg ósk hefur borist frá forsvarsmönnum Íslandsþara ehf. um úthlutun lóðar undir vinnslu á stórþara á Húsavík.
Í erindinu kemur fram að "Íslandsþari ehf. kt. 440693-2889 hyggi á uppbyggingu og rekstur stórþaravinnslu á Norðurlandi á næstu árum. Unnin verða verðmæt lífvirk efni úr þaranum sem mikil eftirspurn er eftir á alþjóðlegum mörkuðum. Gert er ráð fyrir því að starfsemin byggist upp á 5-6 árum og muni skapa allt að 85 bein störf í landi sem mörg hver krefjast fjölbreyttrar menntunar og sérhæfingar, auk 15 beinna starfa við útgerð."
Jafnframt segir að alls sé "þörf á um 4.000 m2 húsnæði undir vinnslu, skrifstofur, rannsóknarstofur og gestastofu. Þegar starfsemin verður komin í fullan gang er áætlað að starfrækja 2-3 þaraöflunarskip sem munu landa allt að 40 þúsund tonnum af stórþara árlega. Staðsetning með góðu aðgengi að hafnarkanti er því mikilvæg fyrir svo hafnsækna starfsemi. Þörf er á töluverðum varma við vinnsluna og tryggt langtímaaðgengi að jarðhita er því einnig mikilvægt.
Íslandsþari óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um úthlutun 10.000 m2
iðnaðarlóðar við Húsavíkurhöfn undir starfsemina ásamt aðgengi að nauðsynlegum innviðum, s.s. jarðhita, veitum og hafnaraðstöðu. Starfsemi fyrirtækisins mun byggja á nýjustu tækni og ströngum viðmiðum um hreinlæti, sjálfbærni og umhverfisvernd."
Erindið liggur fyrir til umræðu í byggðarráði.
Í erindinu kemur fram að "Íslandsþari ehf. kt. 440693-2889 hyggi á uppbyggingu og rekstur stórþaravinnslu á Norðurlandi á næstu árum. Unnin verða verðmæt lífvirk efni úr þaranum sem mikil eftirspurn er eftir á alþjóðlegum mörkuðum. Gert er ráð fyrir því að starfsemin byggist upp á 5-6 árum og muni skapa allt að 85 bein störf í landi sem mörg hver krefjast fjölbreyttrar menntunar og sérhæfingar, auk 15 beinna starfa við útgerð."
Jafnframt segir að alls sé "þörf á um 4.000 m2 húsnæði undir vinnslu, skrifstofur, rannsóknarstofur og gestastofu. Þegar starfsemin verður komin í fullan gang er áætlað að starfrækja 2-3 þaraöflunarskip sem munu landa allt að 40 þúsund tonnum af stórþara árlega. Staðsetning með góðu aðgengi að hafnarkanti er því mikilvæg fyrir svo hafnsækna starfsemi. Þörf er á töluverðum varma við vinnsluna og tryggt langtímaaðgengi að jarðhita er því einnig mikilvægt.
Íslandsþari óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um úthlutun 10.000 m2
iðnaðarlóðar við Húsavíkurhöfn undir starfsemina ásamt aðgengi að nauðsynlegum innviðum, s.s. jarðhita, veitum og hafnaraðstöðu. Starfsemi fyrirtækisins mun byggja á nýjustu tækni og ströngum viðmiðum um hreinlæti, sjálfbærni og umhverfisvernd."
Erindið liggur fyrir til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að hefja viðræður við Íslandsþara ehf. um uppbyggingu fyrirtækisins á Húsavík.
Byggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022
Sveitarstjóri fer yfir málið og skipulag íbúafundar sem fyrirhugaður er á miðvikudaginn í næstu viku.
Sveitarstjóri fór yfir málið og kynnti næstu skref í málinu. Íbúafundur verður haldinn á Fosshótel miðvikudaginn 16. mars kl: 17. Þar mun forsvarfólk Íslandsþara ehf. kynna verkefnið og umræður verða í framhaldinu.
Byggðarráð Norðurþings - 391. fundur - 17.03.2022
Íbúafundur var haldinn á Húsavík þann 16. mars þar sem hugmyndir Íslenskra verðbréfa hf. og Íslandsþara ehf. um uppbyggingu stórþaravinnslu og nýsköpun henni tengdri voru kynntar. Sérstaklega var farið yfir áform tengd rannsóknar- og nýtingarleyfi á stórþara úti fyrir norðurlandi og vinnslu afurðarinnar. Stjórn Íslandsþara ehf. metur nú nokkrar staðsetningar á Norðurlandi sem hentað geta vinnslunni og er Húsavík álitlegur kostur.
Byggðarráð þakkar íbúum Norðurþings fyrir góða mætingu á fundinn og fyrir ágætar umræður sem sköpuðust á fundinum um uppbyggingaráform Íslandsþara ehf. á Norðurlandi.