Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

388. fundur 24. febrúar 2022 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson, Hafrún Olgeirsdóttir og Helena Eydís Ingólfsdóttir sátu fundinn í fjarfundi.

1.Ósk um viðræður við Norðurþing vegna stórþaravinnslu

Málsnúmer 202202101Vakta málsnúmer

Formleg ósk hefur borist frá forsvarsmönnum Íslandsþara ehf. um úthlutun lóðar undir vinnslu á stórþara á Húsavík.

Í erindinu kemur fram að "Íslandsþari ehf. kt. 440693-2889 hyggi á uppbyggingu og rekstur stórþaravinnslu á Norðurlandi á næstu árum. Unnin verða verðmæt lífvirk efni úr þaranum sem mikil eftirspurn er eftir á alþjóðlegum mörkuðum. Gert er ráð fyrir því að starfsemin byggist upp á 5-6 árum og muni skapa allt að 85 bein störf í landi sem mörg hver krefjast fjölbreyttrar menntunar og sérhæfingar, auk 15 beinna starfa við útgerð."

Jafnframt segir að alls sé "þörf á um 4.000 m2 húsnæði undir vinnslu, skrifstofur, rannsóknarstofur og gestastofu. Þegar starfsemin verður komin í fullan gang er áætlað að starfrækja 2-3 þaraöflunarskip sem munu landa allt að 40 þúsund tonnum af stórþara árlega. Staðsetning með góðu aðgengi að hafnarkanti er því mikilvæg fyrir svo hafnsækna starfsemi. Þörf er á töluverðum varma við vinnsluna og tryggt langtímaaðgengi að jarðhita er því einnig mikilvægt.

Íslandsþari óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um úthlutun 10.000 m2
iðnaðarlóðar við Húsavíkurhöfn undir starfsemina ásamt aðgengi að nauðsynlegum innviðum, s.s. jarðhita, veitum og hafnaraðstöðu. Starfsemi fyrirtækisins mun byggja á nýjustu tækni og ströngum viðmiðum um hreinlæti, sjálfbærni og umhverfisvernd."

Erindið liggur fyrir til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að hefja viðræður við Íslandsþara ehf. um uppbyggingu fyrirtækisins á Húsavík.

2.Viðræður við Björgu Capital vegna Aðalbrautar 20-22 á Raufarhöfn

Málsnúmer 202112087Vakta málsnúmer

Íbúafundur var haldinn á Raufarhöfn þann 23. febrúar. Á fundinum voru áform Bjargar Capital um uppbyggingu á SR lóðinni kynnt. Á mælendaskrá voru: Kristján Þór Magnússon - Sveitarstjóri, Jóhann R. Ólafsson - Björg Capital, Rögnvaldur Guðmundsson - SSNE.
Alls tóku tæplega 100 manns þátt í fundinum, bæði á staðnum og gegnum fjarfundarbúnað.
Byggðarráð þakkar íbúum á Raufarhöfn fyrir góðar og gagnlegar umræður á íbúafundi um uppbyggingu á SR lóðinni. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Björg Capital. Ráðið mun halda áfram að vinna að málinu í samráði við hverfisráð Raufarhafnar. Byggðarráð áformar að um miðjan mars muni liggja fyrir uppfærð drög að samningi við Björgu Capital sem hægt verði að kynna fyrir íbúum.

3.Gæði raforku á Húsavíkurflugvelli

Málsnúmer 202202084Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Öryggisnefnd FÍA. Erindið snýr að gæðum og stöðugleika raforku, vandamál sem þarf að leysa eins fljótt og verða má. Það er með öllu óviðunandi að afhent raforka á áætlunarflugvelli sé ekki af eðlilegum gæðum.


Byggðarráð tekur undir áhyggjur Öryggisnefndar FÍA og krefst viðeigandi úrbóta eins hratt og mögulegt er. Sveitarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi aðila.

4.Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi s.s.k. 2973

Málsnúmer 202202095Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að taka afstöðu um forkaupsrétt á skipi Nönnu Ósk II ÞH 133 s.s.k. 2793.
Þar sem um þilskip (dekkað skip) er að ræða og verið er að selja skip milli sveitarfélaga á neðangreint sveitarfélag forkaupsrétt á skipinu.
Byggðarráð fyrir hönd sveitarfélagsins afsalar sér forkaupsrétti á Nönnu Ósk II ÞH 133 s.s.k. 2793
Sveitarstjóra falið að klára málið.

5.Samningur Tjörneshrepps og Norðurþings um þjónustu byggingafulltrúa

Málsnúmer 202202052Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi milli Norðurþings og Tjörneshrepps um kaup Tjörneshrepps á þjónustu skipulags- og byggingafulltrúa Norðurþings. Samingurinn hefur verið samþykktur af sveitarstjórn Tjörneshrepps.

Samþykkt var í byggðarráði á fundi 383 þann 6. jan síðastliðinn að bjóða Tjörneshreppi samning.
Byggðarráð samþykkir samninginn.

6.Endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 202111087Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu. Kostnaðarþátttaka Norðurþings í endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Byggðarráð samþykkir þátttöku í endurskoðun svæðisáætlunar og þann kostnað sem af því hlýst 356.117 kr.

7.Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.

Málsnúmer 202202076Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.
SSNE leitar eftir einum fulltrúa frá Norðurþingi í starfshópinn. SSNE leggur það í hendur sveitarfélagsins að ákveða hvort fulltrúi þess er kjörinn fulltrúi eða starfsmaður sveitarfélagsins. Þess er óskað að tilnefning fulltrúa í starfshópinn berist SSNE eigi síðar en 11. mars n.k.
Byggðarráð tilnefnir Berg Elías Ágústsson sem fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.

8.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202202073Vakta málsnúmer

Til kynningar í byggðarráði er auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til kjörnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 9. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar 906. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir SSNE 2022.

Málsnúmer 202201054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 35. fundar frá 09.02.2022.
Byggðarráð tekur undir bókun SSNE um að brýnt sé að endurskoða fjármögnun málaflokks fatlaðra hjá sveitarfélögum og að nægilegt fjármagn verði tryggt af hálfu ríkisvaldsins.

11.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2022-2023

Málsnúmer 202202064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð frá 87. fundi haldinn þann 08.02.2022 í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2022

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir Húsavíkurstofu frá desember 2021, janúar og febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.

Sama nefnd óskar einnig eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, 43. mál.
Lagt fram til kynningar.

14.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Til umsagnar í byggðarráði. Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.