Fara í efni

Endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 202111087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 112. fundur - 16.11.2021

Eyþór Björnsson fyrir hönd SSNE sendi tölvupóst til aðildasveitarfélaga þar sem eftirfarandi var lagt til og óskað eftir afstöðu.

"Hér með leggur SSNE það til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og að verkefnið verði unnið í samstarfi við Norðurland vestra. Einnig að Svalbarðshreppi og Langanesbyggð verði boðin þátttaka í svæðisáætluninni. SSNE leggur það til að endurskoðunin verði fjármögnuð sem áhersluverkefni 2022."

Hér með óskar SSNE eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi:

-Að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári.
-Að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
-Að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
-Að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni, kjósi þau það.



Skipulags- og framkvæmdaráð gerir grein fyrir afstöðu sinni og vísar erindinu til afgreiðslu í sveitastjórn.
Ráðið tekur vel í að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári.
Ráðið tekur vel í að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Ráðið tekur vel í að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Ráðið tekur vel í að öll aðildarsveitafélög SSNE verði verði þátttakendur í svæðisáætluninni og fagnar þátttöku Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar, kjósi þau það.


Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Sveitarfélaginu barst erindi frá SSNE sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð gerir grein fyrir afstöðu sinni og vísar erindinu til afgreiðslu í sveitastjórn.
Ráðið tekur vel í að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári.
Ráðið tekur vel í að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Ráðið tekur vel í að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Ráðið tekur vel í að öll aðildarsveitafélög SSNE verði þátttakendur í svæðisáætluninni og fagnar þátttöku Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar, kjósi þau það.

Einnig liggja fyrir sveitarstjórn upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem bárust eftir að málið var tekið fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði. Þar er áréttað við sveitarfélögin mikilvægi þess að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga er snúa að úrgangsmálum og uppfæra svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeim.
Til máls tók: Benóný.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 388. fundur - 24.02.2022

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu. Kostnaðarþátttaka Norðurþings í endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Byggðarráð samþykkir þátttöku í endurskoðun svæðisáætlunar og þann kostnað sem af því hlýst 356.117 kr.