Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.
Málsnúmer 202202076
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 388. fundur - 24.02.2022
Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.
SSNE leitar eftir einum fulltrúa frá Norðurþingi í starfshópinn. SSNE leggur það í hendur sveitarfélagsins að ákveða hvort fulltrúi þess er kjörinn fulltrúi eða starfsmaður sveitarfélagsins. Þess er óskað að tilnefning fulltrúa í starfshópinn berist SSNE eigi síðar en 11. mars n.k.
SSNE leitar eftir einum fulltrúa frá Norðurþingi í starfshópinn. SSNE leggur það í hendur sveitarfélagsins að ákveða hvort fulltrúi þess er kjörinn fulltrúi eða starfsmaður sveitarfélagsins. Þess er óskað að tilnefning fulltrúa í starfshópinn berist SSNE eigi síðar en 11. mars n.k.
Byggðarráð tilnefnir Berg Elías Ágústsson sem fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.
Byggðarráð Norðurþings - 407. fundur - 22.09.2022
Starfshópur á vegum SSNE vinnur nú að gerð samgöngu- og innviðastefnu fyrir starfssvæði SSNE. Fulltrúi Norðurþings í starfshópnum er Bergur Elías Ágústsson. Óskað er eftir að sveitarfélög á starfssvæðinu skili inn til starfshópsins áherslum um framfaramál, framkvæmdir, umbætur og nauðsynlega þjónustu á sínu svæði. Horft verði til samgangna og innviða í víðu samhengi.
Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra þar sem horft er yfir sveitarfélagið með tilliti til samgangna á landi, vegamála, raforkumála, flugvallamála og hafnarmála.
Með fundarboði fylgdi samantekt sveitarstjóra þar sem horft er yfir sveitarfélagið með tilliti til samgangna á landi, vegamála, raforkumála, flugvallamála og hafnarmála.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna minnisblaðið áfram í samráði við embættismenn sveitarfélagsins og koma áherslum Norðurþings til starfshóps SSNE.