Samningur um rekstur bókasafna Norðurþings
Málsnúmer 202202051
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 387. fundur - 10.02.2022
Erindi hefur borist frá forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, Sigríði Örvarsdóttur, þess efnis að samningi um rekstur bókasafna Norðurþings er sagt upp. Fram kemur að frá árinu 2017 hafi Menningarmiðstöð Þingeyinga séð um rekstur bókasafna Norðurþings, sem eru með starfsstöðvar á Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri. Samningur sem tók gildi 1. janúar 2019 rann út 31. desember 2021. Bráðabirgðasamningur hefur verið í gildi frá 1. janúar 2022 og rennur hann út 31. mars 2022. Menningarmiðstöð Þingeyinga treystir sér ekki til að annast rekstur
Bókasafna Norðurþings áfram, eða frá og með 1. apríl 2022. Eru ástæðurnar aðallega
fjárhagslegs eðlis, en áður umsamdar greiðslur teljast ekki standa straum af kostnaði við rekstur bókasafnanna, ásamt forstöðu við þau og umsýslu, auk kostnaðar sem fellur til vegna húsnæðisins í Safnahúsinu á Húsavík.
Bókasafna Norðurþings áfram, eða frá og með 1. apríl 2022. Eru ástæðurnar aðallega
fjárhagslegs eðlis, en áður umsamdar greiðslur teljast ekki standa straum af kostnaði við rekstur bókasafnanna, ásamt forstöðu við þau og umsýslu, auk kostnaðar sem fellur til vegna húsnæðisins í Safnahúsinu á Húsavík.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og funda með forstöðumanni Menningarmiðstöðvar um mögulegt áframhald á samstarfi um rekstur bókasafnanna.
Byggðarráð Norðurþings - 390. fundur - 10.03.2022
Fyrir byggðarráði liggur að fara yfir fyrirkomulag og rekstur bókasafna Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita lausna í málinu.
Byggðarráð Norðurþings - 392. fundur - 24.03.2022
Fyrir byggðarráði liggur að fara yfir fyrirkomulag og rekstur bókasafna Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir að Norðurþing taki yfir rekstur bókasafna Norðurþings af Mennningarmiðstöð Þingeyinga. Áformað er að breytingin eigi sér stað í aprílmánuði.