Rótarýklúbbur Húsavíkur sækir um landspildu sunnan Kaldbakstjarna til varanlegra afnota
Málsnúmer 202109034
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021
Rótarýklúbbur Húsavíkur sækir um landspildu sunnan Kaldbakstjarna til varanlegra afnota.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að samningi um afnot af svæðinu og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 118. fundur - 08.02.2022
Á fundi sínum þann 13. september s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um erindi frá Rótarýklúbb Húsavíkur þar sem óskað er eftir landspildu sunnan Kaldbakstjarna til gerðar útivistarsvæðis. Þá var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera drög að samningi um afnot svæðis. Nú liggur fyrir tillaga að hnitsettu 7,8 ha svæði og drög að afnotasamningi til umfjöllunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmdar- og þjónustufulltrúa að endurskoða samningsdrög og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 120. fundur - 01.03.2022
Á fundi sínum þann 8. febrúar s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um erindi frá Rótarýklúbbi Húsavíkur þar sem óskað er eftir landspildu sunnan Kaldbakstjarna til gerðar útivistarsvæðis. Þá lá fyrir tillaga að afmörkun 7,8 ha svæðis og fyrstu drög að samningi um landafnot. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa var falið að breyta fyrirliggjandi drögum að samningi um um afnot svæðisins og liggur nú fyrir lagfærð útgáfa hans.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rótarýklúbbi Húsavíkur verði boðið upp á samning um 7,8 ha land til afnota á grunni fyrirliggjandi uppdráttar og samningsdraga.
Sveitarstjórn Norðurþings - 121. fundur - 29.03.2022
Á 120. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rótarýklúbbi Húsavíkur verði boðið upp á samning um 7,8 ha land til afnota á grunni fyrirliggjandi uppdráttar og samningsdraga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rótarýklúbbi Húsavíkur verði boðið upp á samning um 7,8 ha land til afnota á grunni fyrirliggjandi uppdráttar og samningsdraga.
Til máls tóku: Benóný og Hjálmar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.