Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

440. fundur 07. september 2023 kl. 08:30 - 10:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Benóný Valur Jakobsson
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1 og 2, sat fundinn Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri.

1.Fjarvinnslurými á Raufarhöfn

Málsnúmer 202309010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá verkefnisstjóra atvinnu og samfélagsþróunar á Raufarhöfn vegna hugmynda um bætta aðstöðu í Aðalbraut 23, m.a. fyrir fjarvinnsluverkefni.

Nanna Steina Höskuldsdóttir, verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna á fundinn og greinargóða kynningu á hugmyndum um bætta aðstöðu að Aðalbraut 23 á Raufarhöfn. Ráðið felur sveitarstjóra að fá kostnaðarmat á verkefnið og leggja fyrir ráðið að nýju.

2.Heimskautsgerðið, staða framkvæmda og næstu skref.

Málsnúmer 202309011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað verkefnisstjóra atvinnu og samfélagsþróunar á Raufarhöfn vegna framkvæmda í Heimskautsgerðinu og framtíðarfyrirkomulag.

Nanna Steina Höskuldsdóttir, verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á stöðu framkvæmda og hver séu næstu skref við Heimskautsgerðið.

3.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.
Fjármálastjóri fór yfir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2027.

4.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í ágúst 2023 og fleira tengt rekstri sveitarfélagsins.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarstekjur og lykiltölur í rekstri sveitarfélagsins.

5.Stýrihópur Grænn iðngarður á Bakka

Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á vinnu stýrihópsins á síðustu vikum og upplýsingar frá 5. stöðufundi stýrihópsins sem var haldinn í fjarfundi 5. september sl.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á vinnu stýrihópsins á síðustu vikum.

6.Jafnlaunastefna Norðurþings

Málsnúmer 202308031Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur jafnlaunastefna Norðurþings, endurskoðuð m.v. þær kröfur sem fylgja jafnlaunavottun í dag.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi jafnlaunastefnu Norðurþings og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024

Málsnúmer 202309008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi um fjárstuðning og samstarf um rekstur.
Byggðarráð samþykkir að veita Stígamótum styrk að upphæð 100 þ.kr vegna ársins 2024.

8.Tilmæli vegna samkeppnisaðstæðna á flutningamarkaði

Málsnúmer 202309014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Samkeppniseftirlitinu þar sem mælst til þess að ráðist verði í aðgerðir til að draga úr samkeppnishindrunum á flutningamarkaði, skapa aðhald og efla með því samkeppni.

Með álitinu er beint tilmælum til innviðaráðherra, Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga, um aðgerðir sem m.a. eru til þess fallnar að hafa jákvæð áhrif á vöruverð á fjölmörgum sviðum, almenningi og fyrirtækjum til hagsbóta.
Lagt fram til kynningar í byggðarráði og vísað til umræðu í hafnastjórn.

Fundi slitið - kl. 10:05.