Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

444. fundur 12. október 2023 kl. 08:30 - 09:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá

1.Áætlanir vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir.

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vísa fjárhagsáætlun vegna ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun vegna ársins 2024 og þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Álagning gjalda 2024

Málsnúmer 202310048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að tekjuáætlun Norðurþings vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar og verður unnið frekar samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

3.Þjónusta sveitarfélaga 2023 - Gallup könnun

Málsnúmer 202310010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð um þátttöku í árlegri þjónustukönnun Gallup sem fram fer í október og nóvember.
Byggðarráð þiggur boð um þátttöku í árlegri þjónustukönnun Gallup.

4.Sala eigna Félagslegar leiguíbúðir

Málsnúmer 202306081Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tilboð vegna sölu eigna í eigu sveitarfélagsins.
Tilboðsfrestur er liðinn vegna Grundargarðs 1, Grundargarðs 7 og Lindarholts 6. Taka þarf afstöðu til þeirra tilboða sem hafa borist og hvort auglýsa eigi þær eignir sem ekki hefur verið boðið í að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga að tilboði í Grundargarð 1 sem barst innan tilskilins frests og að auglýsa Grundargarð 7 og Lindarholt 6 að nýju.

5.Styrkbeiðni vegna rekstur Aflsins 2023

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni vegna rekstrar Aflsins á árinu 2023.
Byggðarráð samþykkir að veita Aflinu samtökum fyrir þolendur ofbeldis styrk að upphæð 200.000 kr.

6.Kaup á listaverki

Málsnúmer 202310054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Hjálmari Boga um að taka afstöðu til kaupa á listaverki.
Meirihluti byggðarráðs hafnar erindi Hjálmars Boga.

7.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.