Sala Eigna Félagslegar leiguíbúðir
Málsnúmer 202306081
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 162. fundur - 27.06.2023
Verkefnastjóri á framkvæmdasviði óskar eftir söluheimild í þrjár félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir sölu á íbúðunum með fyrirvara um samþykki fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð - 158. fundur - 04.07.2023
Á 162. fundi skipulags- og framkvæmdráðs 27.06.2023, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir sölu á íbúðunum með fyrirvara um samþykki fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir sölu á íbúðunum.
Byggðarráð Norðurþings - 444. fundur - 12.10.2023
Fyrir byggðarráði liggja tilboð vegna sölu eigna í eigu sveitarfélagsins.
Tilboðsfrestur er liðinn vegna Grundargarðs 1, Grundargarðs 7 og Lindarholts 6. Taka þarf afstöðu til þeirra tilboða sem hafa borist og hvort auglýsa eigi þær eignir sem ekki hefur verið boðið í að nýju.
Tilboðsfrestur er liðinn vegna Grundargarðs 1, Grundargarðs 7 og Lindarholts 6. Taka þarf afstöðu til þeirra tilboða sem hafa borist og hvort auglýsa eigi þær eignir sem ekki hefur verið boðið í að nýju.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga að tilboði í Grundargarð 1 sem barst innan tilskilins frests og að auglýsa Grundargarð 7 og Lindarholt 6 að nýju.
Byggðarráð Norðurþings - 445. fundur - 26.10.2023
Fyrir byggðarráði liggja tilboð í eignirnar Grundargarð 7 á Húsavík og Lindarholt 6 á Raufarhöfn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda í eignina Grundargarð 7 á Húsavík og taka því tilboði sem barst í eignina Lindarholt 6 á Raufarhöfn.