Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels
Málsnúmer 202305050
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023
Fyrir liggur frumtillaga að breytingu aðalskipulags vegna fiskeldis í Núpsmýri. Skipulagsbreytingin felur í sér verulega stækkun iðnaðarsvæðis I3 úr 5,6 ha í 70,2 ha. Stækkunin gengur inn á land Akursels utan um fyrirliggjandi sjótökuhús, svæði undir borholur og önnur mannvirki vestan Brunnár gegnt fiskeldinu í Núpsmýri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags á íbúafundi samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 174. fundur - 14.11.2023
Fyrir liggur frumtillaga að breytingu aðalskipulags vegna stækkunar iðnaðarsvæðis Í3 í Öxarfirði vestur yfir Brunná og inn á Austursand í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið er stækkað m.a. til að ná yfir fyrirliggjandi mannvirki til sjótöku í fjörunni í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið stækkar úr því að vera 5,6 ha utan um núverandi fiskeldisstöð í Núpsmýri yfir í 70,2 ha. Heimild verði fyrir allt að 3.000 tonna framleiðslumagni fiskeldis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings. Samhliða verði kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisins.
Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023
Á 174. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings. Samhliða verði kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings. Samhliða verði kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024
Haldinn var kynningarfundur á opnu húsi á Kópaskeri þann 11. janúar s.l. þar sem frumhugmynd að aðalskipulagsbreytingu vegna iðnaðarsvæði í landi Akursels var kynnt. Ekki komu fram athugasemdir við kynninguna. Nú liggur fyrir tillaga að breytingu aðalskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og að fengnu samþykki auglýsa tillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024
Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og að fengnu samþykki auglýsa tillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og að fengnu samþykki auglýsa tillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Soffía.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 193. fundur - 09.07.2024
Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna nýs iðnaðarsvæðis í landi Akursels í Öxarfirði og breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri. Umsagnir bárust frá 1. Fiskistofu. 2. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. 3. Minjastofnun Íslands. 4. Rarik. 5. Umhverfisstofnun. 6. Hverfisráði Öxarfjarðar. 7. Náttúrufræðistofnun Íslands.
1.1. Fiskistofa bendir á að ekki sé fjallað um möguleg áhrif á náttúrulega laxfiskastofna í umhverfismatsskýrslu með kynntum skipulagsbreytingum.
1.2. Fiskistofa bendir á að framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 m frá bakka kunni að vera háðar leyfi Fiskistofu. Með umsókn þar að lútandi skal fylgja umsögn sérfræðings vegna hugsanlegra áhrifa á lífríkið og umsögn viðkomandi veiðifélags.
2. HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
4. RARIK áréttar að aðveitustöðin í Núpsmýri og allar lagnir að henni þurfa að vera áfram til staðar innan skipulagssvæðis.
5.1. Umhverfisstofnun minnir á ákvæði skipulagslaga og náttúruverndarlaga um almannarétt til umferðar um vatns-, ár- og sjávarbakka. Óheimilt sé að setja girðingu á vatnsbakka þannig að hindri umferð gangandi manna.
5.2. Umhverfisstofnun vekur athygli á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011 þar sem markmið er að vernda allt vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi í landi Akursels vegna fiskeldis að Núpsmýri þurfi að vera í samræmi við stefnumörkun vatnaáætlunar. Áður en viðeigandi stjórnvöld veita leyfi til starfseminnar verður að liggja fyrir mat á áhrifum á vatnshlot og hvort framkvæmdin geti valdið því að umhverfismarkmið vatnshlotanna náist ekki.
5.3. Stefna stjórnvalda felur í sér að hætta skuli alfarið urðun lífbrjótanlegs úrgangs og hefur UST unnið leiðbeiningar til aðila í fiskeldi á landi um endurnýtingarmöguleika fastefna úr frárennsli. Ef nota á fastefni sem áburðarefni skal leita samþykkis Matvælastofnunar.
5.4. Umhverfisstofnun bendir á að hugað sé að fuglalífi við framkvæmdir skv. skipulagstillögunum. Mikilvægt sé að framkvæmdir á svæðinu séu utan varptíma fugla.
5.5. Umhverfisstofnun bendir á að skilt sé að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, vegna allra framkvæmda sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Ákveði leyfisveitandi að veita leyfi til framkvæmda á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skal hann rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu. Einnig skal gera grein fyrir fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum.
6. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
7.1. Náttúrufræðistofnun minnir á ítarlega umsögn stofnunarinnar við kynningu skipulagslýsingar (2022) og bendir á að umfjöllun þar er í fullu gildi innan núverandi afmörkunar skipulagstillagna.
7.2. Náttúrufræðistofnun telur nokkuð þétt varp svartbaks á skipulagssvæðinu. Í ljósi þess að svartbakur er skilgreindur sem tegund í hættu er mikilvægt að vernda varpstöðvar hans. Væntanlegar framkvæmdir gætu haft áhrif á varp svartbaks á Oddsnesi og afla þarf nýrra gagna um stöðu varpsins þar til að leggja mat á hversu afdrifaríkt slíkt rask getur orðið. Mikilvægt er að framkvæmdir verði utan varptíma til að lágmarka áhrif á varpfugla.
7.3. Á Austursandi eru gasaugu á landi sem er óalgengt. Mikilvægt er að gasaugun verði vöktuð svo hægt verði að grípa til aðgerða ef nýting jarðhita fyrir fiskeldi hefur neikvæð áhrif á þau.
7.4. Gera þarf betri grein fyrir losun eða förgun lífrænna efna sem skapast við fiskeldið (mykjutankur) og áhrif þess á lífríki svæðisins í sjó og á landi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir. Ráðið telur að ofangreindar umsagnir gefi ekki tilefni til að breyta tillögu að þeirri breytingu aðalskipulags sem kynnt var. Tekið verði á athugasemdunum með lagfæringum á deiliskipulagstillögu.
Aftur verði fjallað um skipulagstillöguna þegar fyrir liggur tillaga að lagfæringum deiliskipulagstillögunnar m.t.t. framkominna umsagna.
1.2. Fiskistofa bendir á að framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 m frá bakka kunni að vera háðar leyfi Fiskistofu. Með umsókn þar að lútandi skal fylgja umsögn sérfræðings vegna hugsanlegra áhrifa á lífríkið og umsögn viðkomandi veiðifélags.
2. HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
4. RARIK áréttar að aðveitustöðin í Núpsmýri og allar lagnir að henni þurfa að vera áfram til staðar innan skipulagssvæðis.
5.1. Umhverfisstofnun minnir á ákvæði skipulagslaga og náttúruverndarlaga um almannarétt til umferðar um vatns-, ár- og sjávarbakka. Óheimilt sé að setja girðingu á vatnsbakka þannig að hindri umferð gangandi manna.
5.2. Umhverfisstofnun vekur athygli á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011 þar sem markmið er að vernda allt vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi í landi Akursels vegna fiskeldis að Núpsmýri þurfi að vera í samræmi við stefnumörkun vatnaáætlunar. Áður en viðeigandi stjórnvöld veita leyfi til starfseminnar verður að liggja fyrir mat á áhrifum á vatnshlot og hvort framkvæmdin geti valdið því að umhverfismarkmið vatnshlotanna náist ekki.
5.3. Stefna stjórnvalda felur í sér að hætta skuli alfarið urðun lífbrjótanlegs úrgangs og hefur UST unnið leiðbeiningar til aðila í fiskeldi á landi um endurnýtingarmöguleika fastefna úr frárennsli. Ef nota á fastefni sem áburðarefni skal leita samþykkis Matvælastofnunar.
5.4. Umhverfisstofnun bendir á að hugað sé að fuglalífi við framkvæmdir skv. skipulagstillögunum. Mikilvægt sé að framkvæmdir á svæðinu séu utan varptíma fugla.
5.5. Umhverfisstofnun bendir á að skilt sé að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, vegna allra framkvæmda sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Ákveði leyfisveitandi að veita leyfi til framkvæmda á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skal hann rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu. Einnig skal gera grein fyrir fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum.
6. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
7.1. Náttúrufræðistofnun minnir á ítarlega umsögn stofnunarinnar við kynningu skipulagslýsingar (2022) og bendir á að umfjöllun þar er í fullu gildi innan núverandi afmörkunar skipulagstillagna.
7.2. Náttúrufræðistofnun telur nokkuð þétt varp svartbaks á skipulagssvæðinu. Í ljósi þess að svartbakur er skilgreindur sem tegund í hættu er mikilvægt að vernda varpstöðvar hans. Væntanlegar framkvæmdir gætu haft áhrif á varp svartbaks á Oddsnesi og afla þarf nýrra gagna um stöðu varpsins þar til að leggja mat á hversu afdrifaríkt slíkt rask getur orðið. Mikilvægt er að framkvæmdir verði utan varptíma til að lágmarka áhrif á varpfugla.
7.3. Á Austursandi eru gasaugu á landi sem er óalgengt. Mikilvægt er að gasaugun verði vöktuð svo hægt verði að grípa til aðgerða ef nýting jarðhita fyrir fiskeldi hefur neikvæð áhrif á þau.
7.4. Gera þarf betri grein fyrir losun eða förgun lífrænna efna sem skapast við fiskeldið (mykjutankur) og áhrif þess á lífríki svæðisins í sjó og á landi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir. Ráðið telur að ofangreindar umsagnir gefi ekki tilefni til að breyta tillögu að þeirri breytingu aðalskipulags sem kynnt var. Tekið verði á athugasemdunum með lagfæringum á deiliskipulagstillögu.
Aftur verði fjallað um skipulagstillöguna þegar fyrir liggur tillaga að lagfæringum deiliskipulagstillögunnar m.t.t. framkominna umsagna.