Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

204. fundur 19. nóvember 2024 kl. 13:00 - 14:40 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Stefán Haukur Grímsson varamaður
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir lið 1.

Sigríður Sigþórsdóttir og Ástríður Magnúsdóttir frá Basalt sat fundinn undir lið 1.
Helga Sveinbjörnsdóttir frá Eflu sat fundinn undir lið 1.

1.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Basalt Arkitektum og Eflu verkfræðistofu áttu fjarfund með skipulags- og framkvæmdaráði þar sem farið var yfir hönnun og teikningar af nýju frístundarhúsnæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum Basalts og Eflu fyrir komuna á fundinn og kynningu á stöðu hönnunar.

2.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs 2025

Málsnúmer 202410011Vakta málsnúmer

Gjaldskrá fyrir kartöfugarða og netaveiðileyfi í sjó.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá kartöflugarða og netaveiðileyfa í sjó.

Gjaldskrá kartöflugarða 2025 verði:
50 fm garður: 2500 kr.
100 fm garður: 5000 kr.

Gjaldskrá netaveiðileyfa í sjó 2025 verði:
13.000 kr. pr. leyfi

3.Auglýsing um umferð 2024

Málsnúmer 202403087Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti lokadrög að uppfærðri auglýsingu um umferð á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar auglýsingunni til samþykktar í sveitarstjórn.

4.Öryggi barna vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202406012Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu Norðurþing barst bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 15. ágúst sl. vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla. Starfsmenn framkvæmdasviðs hafa unnið að tímabundnum endurbótum í samráði við skólastjórnendur Borgarhólsskóla en varanlegri lausnir þarfnast frekari undirbúnings.

Norðurþing hefur sent bréf á Heilbrigðiseftirlitið þar sem fram kemur beiðni um frest ásamt tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun.

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til tímasetninga í tímasettri framkvæmdaáætlun um öryggi barna á skólalóð Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að varanlegar lausnir verði komnar fyrir 1. ágúst 2025 eins og fram kemur í svarbréfi til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

5.Öxarfjarðarskóli - Aðgengi hreyfihamlaðra og vörumóttaka

Málsnúmer 202411040Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði stöðu aðgengismála í Öxarfjarðarskóla.
Lagt fram til kynningar.

6.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 9. júlí s.l. var fjallað um þær athugasemdir sem bárust við kynningu breytingar aðalskipulags vegna iðnaðarsvæðis í Akurseli í Öxarfirði og deiliskipulags vegna fiskeldis í Núpsmýri. Niðurstaða þess fundar var að athugasemdir gæfu ekki tilefni til breytinga á auglýstri tillögu að breytingu aðalskipulags en að þær gæfu hinsvegar tilefni til breytinga á kynntri tillögu deiliskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur þær umsagnir sem bárust við kynningu tillögu að breytingu aðalskipulags ekki gefa tilefni til breytinga á henni. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagsstillagan verði því samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

7.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 9. júlí s.l. var fjallað um þær athugasemdir sem bárust við kynningu breytingar aðalskipulags vegna iðnaðarsvæðis í Akurseli í Öxarfirði og deiliskipulags vegna fiskeldis í Núpsmýri. Niðurstaða þess fundar var að athugasemdir gæfu ekki tilefni til breytinga á auglýstri tillögu að breytingu aðalskipulags en að þær gæfu hinsvegar tilefni til breytinga á kynntri tillögu deiliskipulags. Nú liggur fyrir tillaga skipulagsráðgjafa að breytingum á deiliskipulagstillögunni til samræmis við bókun skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að með breyttri tillögu hafi verið komið til móts við sjónarmið ráðsins frá 9. júlí s.l. með fullnægjandi hætti og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt og gildistaka þess auglýst þegar samsvarandi breyting aðalskipulags hefur verið auglýst.

8.Breyting deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202409040Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags skólasvæðis á Húsavík. Umsagnir bárust frá fimm aðilum auk þess sem sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Norðurþings óskar breytinga á skipulagsákvæðum til að auka sveigjanleika í hönnun mannvirkis á byggingarreit D2. Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirlit og Rarik gera ekki athugasemdir við skipulagstillöguna. Slökkvilið Norðurþings telur að horfa þurfi sérstaklega til burðarþols akstursleiða vegna þungra ökutækja að mannvirkjum á svæðinu. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Norðurþings óskar eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á skipulagstillögunni: 1. Stækka byggingarreit C2 um 1 m í hverja átt til að veita aukna möguleika varðandi staðsetningu húss á hönnunarstigi, 2. Rýmka hæðarmörk niðurgrafinna tengiganga og kjallara byggingar á byggingarreit C2 í 4 m (úr 3 m og 3,5 m).
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar hönnun akstursleiða fyrir þyngri ökutæki að skólanum til samráðs milli framkvæmdaaðila og slökkviliðs áður en til framkvæmda kemur. Ráðið telur umsögn slökkviliðsins ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Ráðið fellst á þær breytingar á skipulagstillögunni sem sviðsstjóri óskar eftir og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna þær breytingar. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan með nefndum breytingum verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins.

9.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028

Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer

Mál tekið fyrir undir afbrigðum.

Seinni umræða skipulags- og framkvæmdaráðs um 3. ára framkvæmdaáætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að framlögð 3. ára framkvæmdaáætlun með áorðnum breytingum verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:40.