Fara í efni

Öryggi barna vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202406012

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024

Fyrir fjölskylduráði liggja ábendingar frá foreldrum barna í verðandi 1. bekk Borgarhólsskóla, áhyggjur af öryggismálum á skólalóðinni vegna bílaumferðar.

Með fundarboðinu fylgir minnisblað sveitarstjóra, samantekt af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til af hálfu skólans og framkvæmdasviðs með það að markmiði að takmarka og stýra umferð á lóðinni.
Fjölskylduráð felur sveitarstjóra í samráði við skólastjóra og yfirmatráð að leita leiða til að takmarka enn frekar umferð á skólalóðinni og leggja fyrir ráðið aftur í ágúst.