Öryggi barna vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202406012
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024
Fyrir fjölskylduráði liggja ábendingar frá foreldrum barna í verðandi 1. bekk Borgarhólsskóla, áhyggjur af öryggismálum á skólalóðinni vegna bílaumferðar.
Með fundarboðinu fylgir minnisblað sveitarstjóra, samantekt af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til af hálfu skólans og framkvæmdasviðs með það að markmiði að takmarka og stýra umferð á lóðinni.
Með fundarboðinu fylgir minnisblað sveitarstjóra, samantekt af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til af hálfu skólans og framkvæmdasviðs með það að markmiði að takmarka og stýra umferð á lóðinni.
Fjölskylduráð felur sveitarstjóra í samráði við skólastjóra og yfirmatráð að leita leiða til að takmarka enn frekar umferð á skólalóðinni og leggja fyrir ráðið aftur í ágúst.
Fjölskylduráð - 193. fundur - 03.09.2024
Á fundi fjölskylduráðs þann 9.7. sl. var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð felur sveitarstjóra í samráði við skólastjóra og yfirmatráð að leita leiða til að takmarka enn frekar umferð á skólalóðinni og leggja fyrir ráðið aftur í ágúst.
Sviðstjóri velferðarsviðs leggur nú fram minnisblað um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til þess að auka öryggi nemenda á skólalóð Borgarhólsskóla. Auk þess er lögð fram til kynningar skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins um öryggismál á skólalóðinni.
Fjölskylduráð felur sveitarstjóra í samráði við skólastjóra og yfirmatráð að leita leiða til að takmarka enn frekar umferð á skólalóðinni og leggja fyrir ráðið aftur í ágúst.
Sviðstjóri velferðarsviðs leggur nú fram minnisblað um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til þess að auka öryggi nemenda á skólalóð Borgarhólsskóla. Auk þess er lögð fram til kynningar skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins um öryggismál á skólalóðinni.
Búið er að bregðast við athugasemdum að mestu og í farvegi að ljúka því sem þarf að bregðast við. Ráðið mun fjalla um málið að nýju að nokkrum vikum liðnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 204. fundur - 19.11.2024
Sveitarfélaginu Norðurþing barst bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 15. ágúst sl. vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla. Starfsmenn framkvæmdasviðs hafa unnið að tímabundnum endurbótum í samráði við skólastjórnendur Borgarhólsskóla en varanlegri lausnir þarfnast frekari undirbúnings.
Norðurþing hefur sent bréf á Heilbrigðiseftirlitið þar sem fram kemur beiðni um frest ásamt tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til tímasetninga í tímasettri framkvæmdaáætlun um öryggi barna á skólalóð Borgarhólsskóla.
Norðurþing hefur sent bréf á Heilbrigðiseftirlitið þar sem fram kemur beiðni um frest ásamt tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til tímasetninga í tímasettri framkvæmdaáætlun um öryggi barna á skólalóð Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að varanlegar lausnir verði komnar fyrir 1. ágúst 2025 eins og fram kemur í svarbréfi til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Fjölskylduráð - 211. fundur - 04.03.2025
Fjölskylduráð fjallar um þau úrræði sem gripið hefur verið til til að auka öryggi nemenda á skólalóð Borgarhólsskóla og erindi skólastjóra um veittar heimildir til aksturs á lóðinni.
Fjölskylduráð þakkar skólastjóra Borgarhólsskóla fyrir komuna á fundinn. Ráðið felur sviðstjóra velferðarsviðs að skoða mögulegar útfærslur og kostnað við vöruafgreiðslu við norðurenda skólans.
Stefnt er að því fyrir skólaárið 2025-2026 að umferð við skólann skarist ekki á við leiksvæði barna.
Stefnt er að því fyrir skólaárið 2025-2026 að umferð við skólann skarist ekki á við leiksvæði barna.
Fjölskylduráð - 212. fundur - 11.03.2025
Útfærsla vöruafgreiðsluports á lóð Borgarhólsskóla og drög að kostnaði vegna þess eru lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi útfærslu að vöruporti á lóð Borgarhólsskóla og vísar drögum að kostnaði vegna framkvæmdarinnar til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 214. fundur - 25.03.2025
Á 212. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi útfærslu að vöruporti á lóð Borgarhólsskóla og vísar drögum að kostnaði vegna framkvæmdarinnar til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi útfærslu að vöruporti á lóð Borgarhólsskóla og vísar drögum að kostnaði vegna framkvæmdarinnar til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi útfærslu á vöruporti á lóð Borgarhólsskóla. Gert er ráð fyrir framkvæmdum á skólalóð Borgarhólsskóla á framkvæmdaáætlun 2025. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir.