Fara í efni

Fjölskylduráð

193. fundur 03. september 2024 kl. 08:30 - 11:35 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Unnsteinn Ingi Júlíusson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri
  • Bergþór Bjarnason
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs sat fundinn undir liðum 1-7.
Hafrún Olgeirsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 8 og 9.
Lára Björg Friðriksdóttir félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 10-11.
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir lið 11-12.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir yfirsálfræðingur sat fundinn undir lið 6.

Gylfi Sigurðsson og Hallur Þór Hallgrímsson frá Skotfélagi Húsavíkur komu á fundinn undir lið 1.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir liðum 4 og 5.

1.Rekstrarsamningur við Skotfélag Húsavíkur 2025-2028

Málsnúmer 202408073Vakta málsnúmer

Rekstrarsamningur við Skotfélag Húsavíkur rennur út í lok árs 2024. Á fund fjölskylduráðs mæta fulltrúar frá Skotfélagi Húsavíkur og ræða um áframhaldandi rekstrarsamning við félagið.
Fjölskylduráð þakkar Gylfa og Halli fyrir komuna á fundinn og fyrir kynninguna á félaginu. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna að nýjum samningi.

2.Ósk um endurgjaldslaus afnot af íþróttahöllinni á Húsavík vegna tónleika

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni frá Tónamsiðjunni þar sem óskað er eftir endurgjaldslausum afnotnum af íþróttahöllinni á Húsavík 13.-15. desember fyrir tónleika sem haldnir verða 15. desember nk.
Fjölskylduráð samþykkir endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík frá hádegi 14. desember til og með 15. desember.

3.Viðauki vegna kostnaðar við vinnu við gerð stefnu og aðgerðaáætlun í íþrótta- og tómstundamálum

Málsnúmer 202408087Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur viðauki að upphæð 4 mill kr. vegna samnings við KPMG um gerð stefnu sveitarfélagsins í íþrótta- og tómstundamálum ásamt þarfagreiningu á viðhaldi og uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum 13.ágúst sl. að ljúka þessari vinnu.
Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar honum til umfjöllunar í byggðarráði.

4.Borgarhólsskóli - Skýrsla um innra mat 2023-2024.

Málsnúmer 202403107Vakta málsnúmer

Skýrsla um innra mat í Borgarhólsskóla er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Öryggi barna vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202406012Vakta málsnúmer

Á fundi fjölskylduráðs þann 9.7. sl. var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð felur sveitarstjóra í samráði við skólastjóra og yfirmatráð að leita leiða til að takmarka enn frekar umferð á skólalóðinni og leggja fyrir ráðið aftur í ágúst.

Sviðstjóri velferðarsviðs leggur nú fram minnisblað um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til þess að auka öryggi nemenda á skólalóð Borgarhólsskóla. Auk þess er lögð fram til kynningar skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins um öryggismál á skólalóðinni.
Búið er að bregðast við athugasemdum að mestu og í farvegi að ljúka því sem þarf að bregðast við. Ráðið mun fjalla um málið að nýju að nokkrum vikum liðnum.

6.Skólaþjónusta Norðurþings - Ársskýrsla 2023-2024 og starfsáætlun 2024-2025

Málsnúmer 202408100Vakta málsnúmer

Ársskýrsla 2023-2024 og starfsáætlun 2024-2025 fyrir skólaþjónustu Norðurþings er lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.

7.Ósk um að lögheimilissveitarfélag greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms

Málsnúmer 202408076Vakta málsnúmer

Tónlistarskóli Akureyrar óskar eftir því að Norðurþing greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms nemenda með lögheimili í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir að greiða kennslukostnað vegna tónlistarnáms Emilíu Bjartar Ingimarsdóttur í Tónlistarskóla Akureyrar fyrir skólaárið 2024-2025.

8.Endurskoðun reglna fyrir listamann Norðurþings

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar reglur Listamanns Norðurþings.
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að gera breytingar á reglunum til samræmis við umræður á fundinum.

9.Endurskoðun reglna fyrir lista- og menningarsjóð 2024

Málsnúmer 202408018Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar reglur lista- og menningarsjóðs Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir óbreyttar reglur.

10.Breyting á heiti barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202407033Vakta málsnúmer

Barnaverndarþjónusta Norðurþings heyrir nú undir Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Um er að ræða sameiginlega barnaverndarþjónustu 10 sveitarfélaga, þ.e. Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Tjörneshrepps, Þingeyjarsveitar, Svalbarðsstrandahrepps, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðar og Hörgárbyggðar. Starfsfólk barnaverndarþjónustu Norðurþings er áfram með starfsstöð í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Í ljósi sameiningarinnar er það lagt til, af hálfu fagráðs barnaverndarþjónustunnar, að Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar fái heitið „Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra“
Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti breytt heiti á barnaverndarþjónustu svæðisins í Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra.

11.Dagdvöl aldraðra

Málsnúmer 202406015Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar minnisblað félagsmálastjóra vegna tilfærslu dagdvalar til sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð lítur svo á að rekstur og þjónusta dagdvalar sé á höndum ríkisins samanber lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lög um málefni aldraðra nr. 125/1999 og þingsályktun um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027 sem samþykkt var á Alþingi 10. maí 2023.

12.Gjaldskrár Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309128Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar breytingar á gjaldskrá skólamötuneyta vegna gjaldfrjálsra máltíða fyrir nemendur grunnskóla.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:35.