Fara í efni

Breyting á heiti barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202407033

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 193. fundur - 03.09.2024

Barnaverndarþjónusta Norðurþings heyrir nú undir Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Um er að ræða sameiginlega barnaverndarþjónustu 10 sveitarfélaga, þ.e. Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Tjörneshrepps, Þingeyjarsveitar, Svalbarðsstrandahrepps, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðar og Hörgárbyggðar. Starfsfólk barnaverndarþjónustu Norðurþings er áfram með starfsstöð í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Í ljósi sameiningarinnar er það lagt til, af hálfu fagráðs barnaverndarþjónustunnar, að Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar fái heitið „Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra“
Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti breytt heiti á barnaverndarþjónustu svæðisins í Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra.