Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfi gistingar vegna Hreiðursins Raufarhöfn
Málsnúmer 202503050Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um leyfi til rekstrar gististaðar í flokki IV (gististaður með áfengisveitingum) í Hreiðrinu að Aðalbraut 16 á Raufarhöfn. Rekstraraðili er Angela Agnarsdóttir. M.a. er gert ráð fyrir útiveitingum og afmörkun útiveitingasvæðis er sýnd á rissmynd. Fyrir liggur rekstrarleyfi í flokki II (gististaður án veitinga).
Skipulags- og framkvæmdaráð felur byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um rekstrarleyfið til sýslumanns.
2.Kaldvík sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsitromlu fyrir fiskeldi í Lóni
Málsnúmer 202503062Vakta málsnúmer
Kaldvík óskar byggingarleyfis fyrir hreinsitromlu fyrir fiskeldið í Lóni í Kelduhverfi. Fyrir liggja teikningar af mannvirkinu unnar af Þórhalli Garðarssyni hjá Tækniþjónustu SÁ ehf. Um er að ræða steinsteypta 103,5 m² marghólfa þró sem að mestu er niðurgrafin.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir þrónni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
3.Berglind Jóna Þorláksdóttir sækir um lóð að Stakkholti 7
Málsnúmer 202503085Vakta málsnúmer
Berglind Jóna Þorláksdóttir óskar eftir að fá lóðinni að Stakkholti 7 úthlutað til uppbyggingar einbýlishúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Berglindi Jónu verði úthlutað lóðinni.
4.Ósk um breytingu deiliskipulags heilbrigðisstofnana á Húsavík
Málsnúmer 202503004Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Breytingin felur í sér stækkun lóðar óbyggðs hjúkrunarheimilis að Auðbrekku 2 um 504 m² á kostnað lóðar Hvamms að Vallholtsvegi 15-17. Það er gert til að tengibygging milli húsanna verði alfarið inni á lóðinni að Auðbrekku 2. Ennfremur er byggingarreitur útvíkkaður nokkuð, annarsvegar til austurs og hinsvegar vestantil vegna breyttra hugmynda um staðsetningu tengigangs milli bygginga.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson vék af fundi undir þessum lið.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur skipulagsbreytinguna óverulega og að hún varði fyrst og fremst heilbrigðisstofnanir á svæðinu. Ráðið telur því fullnægjandi að grenndarkynna skipulagsbreytinguna skv. ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna skipulagsbreytinguna. Grenndarkynning nái til Skálabrekku 19, Vallholtsvegar 15-17, Auðbrekku 4, Auðbrekku 6, Auðbrekku 8 og Auðbrekku 8b.
5.Öryggi barna vegna umferðar á skólalóð Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202406012Vakta málsnúmer
Á 212. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi útfærslu að vöruporti á lóð Borgarhólsskóla og vísar drögum að kostnaði vegna framkvæmdarinnar til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi útfærslu að vöruporti á lóð Borgarhólsskóla og vísar drögum að kostnaði vegna framkvæmdarinnar til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi útfærslu á vöruporti á lóð Borgarhólsskóla. Gert er ráð fyrir framkvæmdum á skólalóð Borgarhólsskóla á framkvæmdaáætlun 2025. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir.
6.Erindi vegna minka- og refaveiða
Málsnúmer 202503063Vakta málsnúmer
Erindi hefur borist frá Árna Loga Sigurbjörnssyni er varðar minka- og refaveiða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara erindi Árna Loga Sigurbjörnssonar.
7.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði
Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer
Samþykkt sveitarstjórnar um gjaldskyldu á bílastæðum á hafnarsvæðinu og í miðbæ Húsavíkur hefst 1. maí nk.
Kynning um málið og framkvæmd þess var send fyrirtækjum á gjaldtökusvæðinu í síðustu viku, til upplýsinga áður en gjaldtaka hefst. Nokkrar ábendingar og athugasemdir bárust og eru þær til yfirferðar hjá skipulags- og framkvæmdaráði.
Kynning um málið og framkvæmd þess var send fyrirtækjum á gjaldtökusvæðinu í síðustu viku, til upplýsinga áður en gjaldtaka hefst. Nokkrar ábendingar og athugasemdir bárust og eru þær til yfirferðar hjá skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir innsendar athugasemdir og felur sviðsstjóra að uppfæra samþykktir í samræmi við umræður á fundinum.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til staðfestingar í byggðarráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til staðfestingar í byggðarráði.
8.Áhrif kjarasamninga við K.Í.á fjárhag Norðurþings.
Málsnúmer 202503039Vakta málsnúmer
Á 490. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs sem og skipulags- og framkvæmdaráðs. Óskað er eftir tillögum frá ráðunum til hagræðingar í rekstri á sínum sviðum. Kjarasamningurinn hefur töluverð áhrif á rekstur sveitarfélagsins, kostnaðaraukinn er á bilinu 60-70 m.kr á ári. Það er því nauðsynlegt að bregðast við og leita allra leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.
Byggðarráð vísar málinu til fjölskylduráðs sem og skipulags- og framkvæmdaráðs. Óskað er eftir tillögum frá ráðunum til hagræðingar í rekstri á sínum sviðum. Kjarasamningurinn hefur töluverð áhrif á rekstur sveitarfélagsins, kostnaðaraukinn er á bilinu 60-70 m.kr á ári. Það er því nauðsynlegt að bregðast við og leita allra leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
9.Ketilsbraut 7-9
Málsnúmer 202503072Vakta málsnúmer
Erindi frá Áka Haukssyni vegna Ketilsbrautar 7-9.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara erindinu.
Birkir Stefánsson áheyrnarfulltrúi M-lista samfélagsins óskar bókað:
Ég tek undir öll orð Áka hér. En vil sérstaklega undirstrika þessi síðustu:
"Hér eru úrvals iðnaðarmenn sem gætu komið til liðs við okkur um ráðleggingar og viðgerðir."
Ég tel hafa verið illa staðið að allri ákvarðanatöku varðandi stjórnsýsluhúsið. Húsið hefur staðið autt í marga mánuði, og lítið eða ekkert gert varðandi lagfæringar.
Eysteinn, Ingibjörg, Rebekka og Soffía óska bókað:
Hér vísar Birkir til erindis frá Áka Haukssyni, framkvæmdastjóra Víkurrafs, en í erindinu eru trúnaðarupplýsingar úr framkvæmdaáætlun 2025 sem ekki er heimilt að birta. Jafnframt er þeirri fullyrðingu hafnað að illa hafi verið staðið að allri ákvarðanatöku varðandi stjórnsýsluhúsið.
Birkir Stefánsson áheyrnarfulltrúi M-lista samfélagsins óskar bókað:
Ég tek undir öll orð Áka hér. En vil sérstaklega undirstrika þessi síðustu:
"Hér eru úrvals iðnaðarmenn sem gætu komið til liðs við okkur um ráðleggingar og viðgerðir."
Ég tel hafa verið illa staðið að allri ákvarðanatöku varðandi stjórnsýsluhúsið. Húsið hefur staðið autt í marga mánuði, og lítið eða ekkert gert varðandi lagfæringar.
Eysteinn, Ingibjörg, Rebekka og Soffía óska bókað:
Hér vísar Birkir til erindis frá Áka Haukssyni, framkvæmdastjóra Víkurrafs, en í erindinu eru trúnaðarupplýsingar úr framkvæmdaáætlun 2025 sem ekki er heimilt að birta. Jafnframt er þeirri fullyrðingu hafnað að illa hafi verið staðið að allri ákvarðanatöku varðandi stjórnsýsluhúsið.
10.Framkvæmdaáætlun 2025- 2028
Málsnúmer 202410010Vakta málsnúmer
Framkvæmdaáætlun 2025 - 2028: Staða mála
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs fór yfir framkvæmdaáætlun ársins og verkstöðu ýmissa mála.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, sat fundinn undir lið 5.
Elvar Árni Lund, sviðsstjóri á umhverfissviði, sat fundinn undir liðum 5-10.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 7 - 10.