Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfi gistingar vegna Hreiðursins Raufarhöfn
Málsnúmer 202503050
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 214. fundur - 25.03.2025
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um leyfi til rekstrar gististaðar í flokki IV (gististaður með áfengisveitingum) í Hreiðrinu að Aðalbraut 16 á Raufarhöfn. Rekstraraðili er Angela Agnarsdóttir. M.a. er gert ráð fyrir útiveitingum og afmörkun útiveitingasvæðis er sýnd á rissmynd. Fyrir liggur rekstrarleyfi í flokki II (gististaður án veitinga).
Skipulags- og framkvæmdaráð felur byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um rekstrarleyfið til sýslumanns.