Fara í efni

Kaldvík sækir um byggingarleyfi fyrir hreinsitromlu fyrir fiskeldi í Lóni

Málsnúmer 202503062

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 214. fundur - 25.03.2025

Kaldvík óskar byggingarleyfis fyrir hreinsitromlu fyrir fiskeldið í Lóni í Kelduhverfi. Fyrir liggja teikningar af mannvirkinu unnar af Þórhalli Garðarssyni hjá Tækniþjónustu SÁ ehf. Um er að ræða steinsteypta 103,5 m² marghólfa þró sem að mestu er niðurgrafin.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir þrónni þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.