Ósk um breytingu deiliskipulags heilbrigðisstofnana á Húsavík
Málsnúmer 202503004
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 213. fundur - 11.03.2025
Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) óska þess að gerð verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar að Auðbrekku 2. Byggingarreitur verði rýmkaður og lóðarmörkum breytt þannig að öll nýframkvæmd vegna fyrirhugðarar uppbyggingar hjúkrunarheimilis verði innan sömu lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulagsins til samræmis við óskir FSRE.