Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

213. fundur 11. mars 2025 kl. 13:00 - 14:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Þorsteinn Snævar Benediktsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Alexander Gunnar Jónasson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Ragnheiður Ingibjörg Einarsd. Ritari
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri og Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði sátu fundinn undir lið 1.
Elvar Árni Lund, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, sat fundinn undir liðum 1-5.
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 6-10.

1.Aðstaða fyrir áhorfendur á PCC-vellinum á Húsavík

Málsnúmer 202409077Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun út frá kynningu verkefnastjóra á kostnaði vegna áhorfendastúku á PCC velli á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra að fara þá leið sem hagkvæmust er metin vegna kaupa og uppsetningar á áhorfendastúku.

2.Umhverfisátak Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501068Vakta málsnúmer

Á 209. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundi. Ráðið heldur umfjöllun sinni áfram á næstu fundum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að semja verklagsreglur í samræmi við fyrirliggjandi vinnuskjal og umræðuna á fundinum.

3.Tjaldsvæðið á Kópaskeri - Leigusamningur 2025 - 2026

Málsnúmer 202503008Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að leigusamningi við Skerjakollu ehf vegna tjaldsvæðis Norðurþings á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga frá samningi skv. fyrirliggjandi drögum.

4.Tjaldsvæðið á Raufarhöfn - leigusamningur 2025 - 2026

Málsnúmer 202503009Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að leigusamningi við A.G Verk ehf vegna tjaldsvæðis Norðurþings á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga frá samningi skv. fyrirliggjandi drögum.

5.Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám fyrir flöskumóttöku á Kópaskeri

Málsnúmer 202503018Vakta málsnúmer

Bjarni Þór Geirsson óskar stöðuleyfis fyrir 20 feta gámi sem ætlað er að hýsa dósa- og flöskumóttöku til endurvinnslu. Fyrir liggur staðsetning sem lögð er til af starfsmanni Norðurþings á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir gámnum á þessum stað til loka mars 2026.

6.Birkir Viðarsson ehf óskar samþykkis fyrir uppbyggingu á Höfða 6

Málsnúmer 202408029Vakta málsnúmer

Birkir Viðarsson ehf óskar samþykki fyrir uppbyggingu á Höfða 6. Uppbygging felur í sér breytingu á fyrirliggjandi tanki og glerbyggingu ofan á hann. Ennfremur er þess óskað að fá heimild til að byggja upp þrjú smáhýsi innan lóðarinnar til skammtímaleigu. Fyrir liggja skissur af fyrirhugaðri uppbyggingu unnar af Baldri Kristjánssyni hjá Belkód.
Skipulags- og framkvæmdaráð metur það svo að vandaður frágangur lóðarinnar að Höfða 6 sé mikilvægur fyrir útlit bæjarins. Ráðið telur fyrirliggjandi hugmyndir að nýtingu lóðarinnar líklegar til að tryggja góða ásýnd á svæðið. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að grennarkynna erindið áður en afstaða er tekin til þess. Ráðið telur að uppbyggingin muni helst hafa áhrif á nágranna að Höfða 3 (F2153051, F2227576) og Norðurgarði 4 og telur að grenndarkynning þurfi ekki að ná víðar.

7.Umsagnarbeiðni frá Vopnafjarðarhreppi vegna veiðihúss í landi Einarsstaða

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Vopnafjarðarhreppur óskar umsagnar Norðurþings um sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 og nýtt deiliskipulag í landi Einarsstaða við Hofsá. Lýsingin er lögð fram vegna hugmynda um nýtt veiðihús og starfsmannahús í landi Einarsstaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu.

8.Ósk um breytingu deiliskipulags heilbrigðisstofnana á Húsavík

Málsnúmer 202503004Vakta málsnúmer

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) óska þess að gerð verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar að Auðbrekku 2. Byggingarreitur verði rýmkaður og lóðarmörkum breytt þannig að öll nýframkvæmd vegna fyrirhugðarar uppbyggingar hjúkrunarheimilis verði innan sömu lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulagsins til samræmis við óskir FSRE.

9.Breyting deiliskipulags suðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer

Kynningartíma á breytingum deiliskipulags suðurhafnarsvæðis er nú lokið. Umsagnir bárust frá þremur aðilum, þ.e. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik og Skipulagsstofnun. Umsagnirnar bera ekki með sér athugasemdir við breytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt án breytinga frá kynntri tillögu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.

10.Norðursigling óskar eftir að breyta bílskúrum að Ásgarðsvegi 17 í studio íbúðir

Málsnúmer 202502054Vakta málsnúmer

Norðursigling óskar eftir heimild til að breyta tveimur bílskúrum við Ásgarðsveg 17 í studio íbúðir. Fyrir liggur teikning unnin af Belkod. Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 25. febrúar s.l. og skipulagsfulltrúa þá falið að grenndarkynna breytinguna. Lóðarhafi hefur nú skilað inn skriflegu samþykki tilgreindra nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur grenndarkynningu fullnægjandi og samþykkir breytingarnar á grundvelli undirritaðs samþykki nágranna. Byggingarfulltrúa er því heimilað að veita leyfi til framkvæmdanna skv. framlögðum gögnum.

Fundi slitið - kl. 14:00.