Norðursigling óskar eftir að breyta bílskúrum að Ásgarðsvegi 17 í studio íbúðir
Málsnúmer 202502054
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 212. fundur - 25.02.2025
Norðursigling óskar eftir heimild til að breyta tveimur bílskúrum við Ásgarðsveg 17 í studio íbúðir. Fyrir liggur teikning unnin af Belkod.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytta notkun hússins áður en afstaða er tekin til erindisins. Grenndarkynning nái til Ásgarðsvegar 14, 15, 16, 18 og 21.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 213. fundur - 11.03.2025
Norðursigling óskar eftir heimild til að breyta tveimur bílskúrum við Ásgarðsveg 17 í studio íbúðir. Fyrir liggur teikning unnin af Belkod. Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 25. febrúar s.l. og skipulagsfulltrúa þá falið að grenndarkynna breytinguna. Lóðarhafi hefur nú skilað inn skriflegu samþykki tilgreindra nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur grenndarkynningu fullnægjandi og samþykkir breytingarnar á grundvelli undirritaðs samþykki nágranna. Byggingarfulltrúa er því heimilað að veita leyfi til framkvæmdanna skv. framlögðum gögnum.