Fara í efni

Umsagnarbeiðni frá Vopnafjarðarhreppi vegna veiðihúss í landi Einarsstaða

Málsnúmer 202502071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 213. fundur - 11.03.2025

Vopnafjarðarhreppur óskar umsagnar Norðurþings um sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 og nýtt deiliskipulag í landi Einarsstaða við Hofsá. Lýsingin er lögð fram vegna hugmynda um nýtt veiðihús og starfsmannahús í landi Einarsstaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu.