Fara í efni

Breyting deiliskipulags suðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202501027

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 207. fundur - 14.01.2025

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis. Í grunninn er tillagan unnin vegna sameininga fjögurra lóða í Suðurgarð 4. Í ljósi þess að GPG fiskverkun nýtir minna pláss til suðurs en gert var ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi skapast þar rýmildi fyrir nýja lóð syðst sem fær heitið Búðarfjara 1. Lóðarhafi Búðarfjöru 1 (sem við breytinguna verður Búðarfjara 3) hefur óskað eftir að mænisstefnu húss verði snúið, hámarksvegghæð og mænishæð verði aukin í 8 m og 10 m (úr 7 m og 9 m) og heimilað verði nýtingarhlutfall 0,6 og felur skipulagstillagan tillögu að þeim breytingum. Sömu ákvæði gildi um allar lóðir innan athafnasvæðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagsbreytinguna skv. ákvæðum skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 213. fundur - 11.03.2025

Kynningartíma á breytingum deiliskipulags suðurhafnarsvæðis er nú lokið. Umsagnir bárust frá þremur aðilum, þ.e. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik og Skipulagsstofnun. Umsagnirnar bera ekki með sér athugasemdir við breytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt án breytinga frá kynntri tillögu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 31. fundur - 19.03.2025

Kynningartíma á breytingum deiliskipulags suðurhafnarsvæðis er nú lokið. Umsagnir bárust frá þremur aðilum, þ.e. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik og Skipulagsstofnun. Umsagnirnar bera ekki með sér athugasemdir við breytinguna.
Stjórn Hafnasjóðs tekur undir sjónarmið skipulags- og framkvæmdaráðs og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 152. fundur - 03.04.2025

Á 213. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt án breytinga frá kynntri tillögu. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.