Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
1.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2024
Málsnúmer 202412071Vakta málsnúmer
Fyrir Hafnastjórn liggja drög að ársreikningi Hafnasjóðs Norðurþings 2024.
Stjórn Hafnasjóðs vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
2.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði
Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer
Samþykkt sveitarstjórnar um gjaldskyldu á bílastæðum á hafnarsvæðinu og í miðbæ Húsavíkur hefst 1. maí nk.
Kynning um málið og framkvæmd þess hefur verið send fyrirtækjum á gjaldtökusvæðinu til upplýsinga áður en gjaldtaka hefst.
Kynning um málið og framkvæmd þess hefur verið send fyrirtækjum á gjaldtökusvæðinu til upplýsinga áður en gjaldtaka hefst.
Stjórn Hafnasjóðs leggur til breytingu á 11. gr samþykkta.
Einnig að bílastæði á Naustagarði verði tekin út þar sem um er að ræða athafnasvæði hafnarinnar.
Stjórnin felur hafnastjóra að fylgja málinu eftir.
Einnig að bílastæði á Naustagarði verði tekin út þar sem um er að ræða athafnasvæði hafnarinnar.
Stjórnin felur hafnastjóra að fylgja málinu eftir.
3.Breyting deiliskipulags suðurhafnarsvæðis
Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer
Kynningartíma á breytingum deiliskipulags suðurhafnarsvæðis er nú lokið. Umsagnir bárust frá þremur aðilum, þ.e. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik og Skipulagsstofnun. Umsagnirnar bera ekki með sér athugasemdir við breytinguna.
Stjórn Hafnasjóðs tekur undir sjónarmið skipulags- og framkvæmdaráðs og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.
4.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að fara yfir mál tengd skipulagsmálum á höfnum Norðurþings sem koma að aðalskipulagi Norðurþings 2025-2045.
Núverandi aðalskipulag haldist í megindráttum óbreytt, þó sé gert ráð fyrir allt að 150 m. lengingu á Bökugarði og 50 m. lengingu á Þvergarði.
Hafnastjórn leggur til að Snásugarður verði áfram inn í aðalskipulagi.
Hafnastjórn leggur til að Snásugarður verði áfram inn í aðalskipulagi.
5.Björgunarsveitin Garðar sækir um lóð að Norðurgarði 7-9
Málsnúmer 202503051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur umsókn um lóð að Norðurgarði 7-9 á Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í umsókn Björgunarsveitarinnar Garðars um lóð að Norðurgarði 7-9 og leggur til við sveitarstjórn að lóðunum verði úthlutað til Björgunarsveitarinnar Garðars.
6.Útboð á dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings
Málsnúmer 202309050Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar um útboð sem lauk þann 6. mars sl. Einnig liggja fyrir gögn um dráttarbát sem hugsanlegt er að semja um.
Lagt fram til kynningar.
7.Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.
Málsnúmer 202308002Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur tillaga um nafnabreytingu á samningi milli Hafna Norðurþings og Húsavíkurstofu.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir að gerð verði nafnabreyting á núverandi samningi Hafnasjóðs Norðurþings.
8.Hafnargarður Raufarhöfn
Málsnúmer 202503070Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur erindi vegna hafnagarðs á Raufarhöfn.
Erindið lagt fram til umræðu og kynningar.
Stjórn Hafnasjóðs felur rekstrarstjóra hafna að svara erindinu.
Stjórn Hafnasjóðs felur rekstrarstjóra hafna að svara erindinu.
9.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál tengd framkvæmdum og rekstri frá rektrarstjóra hafna.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.