Fara í efni

Útboð á Dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings

Málsnúmer 202309050

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 15. fundur - 13.09.2023

Fyrir hafnastjórn liggur að Siglingasvið Vegagerðarinnar er að vinna að útboði á Dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings, gangi tímalína verkefnisins eftir ætti báturinn að komast í notkun fyrir mitt næsta ár.
Hafnastjórn fagnar því að málið sé komið í farveg hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 22. fundur - 24.04.2024

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar frá vegagerðinni vegna útboðs á Dráttarbát.
Lagt fram til kynningar.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 23. fundur - 30.05.2024

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar vegna kaupa á dráttarbát fyrir hafnir Norðurþings en engin tilboð bárust í útboði. Vegagerðin hefur verið að leita að bát en ekki fundið ásættanlegan dráttarbát innan kostnaðaráætlunar ennþá.
Lagt fram til kynningar.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 25. fundur - 21.08.2024

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að endurtekið útboð mun fara fram á dráttarbát fyrir hafnir Norðurþings og mun það verða auglýst á næstu dögum.
Lagt fram til kynningar.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 27. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggja upplýsingar frá Vegagerðinni vegna útboðs á dráttarbát sem fram fór nú í haust.
Tilboð sem barst í útboðinu var utan þess ramma sem lagt var upp með í forsendum útboðsins og hafnar stjórn Hafnasjóðs tilboðinu.