Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

25. fundur 21. ágúst 2024 kl. 16:00 - 18:35 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir
  • Kristinn Jóhann Ásgrímsson
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 6, sat fundinn Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavíkurstofu.

1.Ráðning rekstrarstjóra hafna

Málsnúmer 202406011Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja umsóknir sem bárust um starf rekstrarstjóra hafna Norðurþings, umsóknarfrestur um starfið rann út þann 11. ágúst sl.
Einnig liggur fyrir samantekt frá Mögnum ráðningum eftir viðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfastir til að gegna starfinu.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að semja við þann aðila sem metinn er hæfastur til að gegna starfinu.

2.Útboð á dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings

Málsnúmer 202309050Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að endurtekið útboð mun fara fram á dráttarbát fyrir hafnir Norðurþings og mun það verða auglýst á næstu dögum.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjármögnun framkvæmda Hafnasjóðs vegna árana 2023 og 2024

Málsnúmer 202408047Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að skoða fjármögnunarmöguleika vegna þeirra framkvæmda og kostnaðar sem þegar hefur fallið til, vegna framkvæmda og fyrirhugaðra framkvæmda sem tengjast samgönguáætlun.
Stjórn Hafnastjórnar felur hafnastjóra að kanna fjármögnunarmöguleika og leggja fyrir stjórnina að nýju.

4.Krafa um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts fyrir tímabilið 2016-2019.

Málsnúmer 202307065Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur til kynningar niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra dómur nr. E-475.2023 sem kveðin var upp þann 15. júlí sl. Stefnandi Gentle Giants- Hvalaferðir ehf. krafði Hafnasjóð Norðurþings til að greiða stefnanda 36.371.592 kr.

Niðurstaða Héraðsdóms er að Hafnasjóður Norðurþings sé sýkn af kröfum stefnanda og greiði stefnda Hafnasjóði Norðurþings 2.000.000 kr í málskostnað.
Stefnandi vísaði niðurstöðu Héraðsdóms til Landsréttar þannn 12. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál rekstrarstjóra tengd rekstri og fjárfestingu.
Lagt fram til kynningar.

6.Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.

Málsnúmer 202308002Vakta málsnúmer

Á fund stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings kemur frá Húsavíkurstofu Örlygur Hnefill Örlygsson og fer yfir þau verkefni sem verið hafa í gangi í sumar og tengjast komu skemmtiferðaskipa.
Stjórn Hafnastjórnar þakkar Örlygi Hnefli fyrir komuna á fundinn.

7.Fréttabréf Cruise Iceland

Málsnúmer 202407061Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur fréttabréf Cruise Iceland frá 15. júlí 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:35.