Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.
Málsnúmer 202308002
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 437. fundur - 10.08.2023
Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hafrúnu Olgeirsdóttur:
Undirrituð leggur til að tekið verði upp samtal á milli sveitarfélagsins Norðurþings og Húsavíkurstofu um stöðu mála í komum farþegaskipa til Norðurþings.
Undirrituð leggur til að tekið verði upp samtal á milli sveitarfélagsins Norðurþings og Húsavíkurstofu um stöðu mála í komum farþegaskipa til Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir tillögu Hafrúnar og vísar henni til næsta fundar hafnastjórnar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 14. fundur - 16.08.2023
Byggðarráð samþykkti á 437. fundi þann 10.08.2023 tillögu Hafrúnar og vísaði henni til næsta fundar hafnastjórnar.
"Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hafrúnu Olgeirsdóttur:
Undirrituð leggur til að tekið verði upp samtal á milli sveitarfélagsins Norðurþings og Húsavíkurstofu um stöðu mála í komum farþegaskipa til Norðurþings".
"Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hafrúnu Olgeirsdóttur:
Undirrituð leggur til að tekið verði upp samtal á milli sveitarfélagsins Norðurþings og Húsavíkurstofu um stöðu mála í komum farþegaskipa til Norðurþings".
Stjórn Hafnasjóðs tekur undir tillögu Hafrúnar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir við Húsavíkurstofu.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 16. fundur - 13.10.2023
Á fund hafnastjórnar kemur Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavíkurstofu til viðræðna um samstarf Húsavíkurstofu og hafnarsjóðs vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar Örlygi fyrir komuna á fundinn. Hafnastjóra er falið að útfæra samkomulag milli Hafnasjóðs og Húsavíkurstofu um verkefnið.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 19. fundur - 24.01.2024
Fyrir hafnastjórn liggja hugmyndir að samkomulagi við Húsavíkurstofu um markaðsstarf tengt komum skemmtiferðaskipa í hafnir Norðurþings.
Undir þessum lið sátu frá Húsavíkurstofu Örlygur Hnefill Örlygsson, Gunnar Jóhannesson og Daniel Annisius.
Undir þessum lið sátu frá Húsavíkurstofu Örlygur Hnefill Örlygsson, Gunnar Jóhannesson og Daniel Annisius.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar þeim Örlygi Hnefli, Gunnari og Daniel fyrir komuna á fundinn og felur hafnarstjóra að leggja drög að samkomulagi við Húsavíkurstofu fram á næsta fundi stjórnarinnar.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 20. fundur - 29.02.2024
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja drög að samningi á milli Húsavíkurstofu og Hafnasjóðs.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og felur hafnastjóra að ganga frá samningnum við Húsavíkurstofu.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 23. fundur - 30.05.2024
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja endanleg drög að samkomulagi við Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa til hafna Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnastjóra að undirrita samninginn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 25. fundur - 21.08.2024
Á fund stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings kemur frá Húsavíkurstofu Örlygur Hnefill Örlygsson og fer yfir þau verkefni sem verið hafa í gangi í sumar og tengjast komu skemmtiferðaskipa.
Stjórn Hafnastjórnar þakkar Örlygi Hnefli fyrir komuna á fundinn.