Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
1.Ráðning Hafnarvarðar
Málsnúmer 202402025Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar um ráðningu hafnarvarðar hjá höfnum Norðurþings. Starfið var auglýst á dögunum og umsóknarfrestur rann út þann 16. febrúar sl. Nýr hafnavörður mun hefja störf í aprílmánuði.
Lagt fram til kynningar.
2.Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.
Málsnúmer 202308002Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja drög að samningi á milli Húsavíkurstofu og Hafnasjóðs.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og felur hafnastjóra að ganga frá samningnum við Húsavíkurstofu.
3.Aðalfundur Cruise Iceland fyrir árið 2023
Málsnúmer 202402041Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur fundarboð:
Boðað er til aðalfundar Cruise Iceland fyrir árið 2023. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri í Borgarfirði miðvikudaginn 3. apríl og hefst kl 16:00.
Boðað er til aðalfundar Cruise Iceland fyrir árið 2023. Fundurinn verður haldinn á Hótel Hamri í Borgarfirði miðvikudaginn 3. apríl og hefst kl 16:00.
Lagt fram til kynningar.
4.Endurnýjun á flotbryggju á Húsavík
Málsnúmer 202402042Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur undirritaður verksamningur um kaup á flotbryggju á Húsavík.
Samningsupphæð er 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs 60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun. Samkvæmt verksamningi er áætlað að vinna verkið á vordögum, verklok í byrjun júní.
5.Rekstrarstjóri hafna Norðurþings
Málsnúmer 202402091Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að taka fyrir framtíðar skipulag á stjórnun hafnarinar.
Málið verður rætt áfram á næsta fundi.
6.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál tengd fjárfestingum og rekstri hafnarinar.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundagerðir 2024
Málsnúmer 202401125Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands, fundur nr. 460 frá 15. janúar sl. og fundur 461. frá 16. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:30.