Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

14. fundur 16. ágúst 2023 kl. 16:00 - 17:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir
  • Bergþór Bjarnason
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Krafa um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts fyrir tímabilið 2016-2019.

Málsnúmer 202307065Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur krafa Gentle Giants- Hvalaferða ehf. um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts vegna árana 2016-2019, heildar upphæð kröfu er 34.443.548 kr. Svar lögfræðings sveitarfélagsins vegna kröfunnar liggur einnig fyrir og var svarað formlega þann 4. ágúst sl.
Málinu var vísað til hafnarstjórnar af 437. fundi byggðarráðs þann 10.08.2023.

Fyrir liggur að Gentle Giants Hvalaferðir ehf hafa stefnt málinu fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra og var það gert í dag 16. ágúst. Aðalkrafa í málinu er 42.027.072 kr og krafa til vara er 8.729.229 kr.

Hafnastjórn felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í samráði við lögfæðing sveitarfélagsins, einnig felur stjórnin sveitarstjóra að vinna að endurskoðun á gjaldskrá hafna Norðurþings í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar á haustmánuðum.

2.Ráðning rekstrarstjóra hafna

Málsnúmer 202307031Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggja umsóknir sem bárust um starf rekstrarstjóra hafna Norðurþings, umsóknarfrestur um starfið rann út þann 8. ágúst sl.
Stjórn hafnasjóðs hafnar þeim umsóknum sem bárust um starf rekstrarstjóra. Það er gert í ljósi þess að umtalsverðar breytingar eru fyrirséðar á rekstri hafna Norðurþings á næstu mánuðum.
Hafnastjórn felur sveitarstjóra að vinna að lausnum til að brúa bilið í málum sem tengjast rekstri hafnarinnar til skamms tíma.

3.Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.

Málsnúmer 202308002Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkti á 437. fundi þann 10.08.2023 tillögu Hafrúnar og vísaði henni til næsta fundar hafnastjórnar.

"Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hafrúnu Olgeirsdóttur:
Undirrituð leggur til að tekið verði upp samtal á milli sveitarfélagsins Norðurþings og Húsavíkurstofu um stöðu mála í komum farþegaskipa til Norðurþings".
Stjórn Hafnasjóðs tekur undir tillögu Hafrúnar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir við Húsavíkurstofu.

4.Skyldutrygging á flotbryggjum gegn náttúruhamförum

Málsnúmer 202307062Vakta málsnúmer

Ný reglugerð hefur verið gefin út um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 770/2023 og tók gildi þann 18.7.2023. Reglugerðin kallar m.a. á aðgerðir sveitarfélaga sem eru eigendur að flotbryggjum, þar sem nú er skylt að vátryggja flotbryggjur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs gegn náttúruhamförum, sbr. 4. ml. 5. greinar reglugerðarinnar.
Stjórn Hafnasjóðs felur sveitarstjóra að skila inn upplýsingum um flotbryggjur í eigu Norðurþings til Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

5.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Á 425. fundi byggðarráðs 30.03.23, var eftirfarandi bókað um fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar, 4) Skemmtiferðarskip. "Byggðarráð vísar lið 4 um skemmtiferðaskip til umfjöllunar í hafnastjórn."
Stjórnin vísar í bókun í lið 3 í fundargerðinni sem á við allar hafnir í sveitarfélaginu.

6.Verndarfulltrúi hafnar og hafnaraðstöðu

Málsnúmer 202308005Vakta málsnúmer

Frá sveitarstjóra vegna siglingaverndar. Fyrir fundinum liggja upplýsingar um samskipti sveitarstjóra og Samgöngustofu vegna verndarfulltrúa hafna og hafnaraðstöðu.

Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er talið nauðsynlegt að tveir fulltrúar frá hverri höfn, sem tekur á móti skipum í millilandasiglingum, fái þjálfun og réttindi sem verndarfulltrúar vegna afleysinga og íhlaupa.

Slysavarnaskóli sjómanna annast námskeiðahald og skírteinaútgáfu vegna siglingaverndar, í umboði Samgöngustofu. Næsta námskeið fyrir verndarfulltrúa hafnaraðstöðu er fyrirhugað 11.-13. desember nk. Um fjarnámskeið er að ræða.
Stjórn Hafnasjóðs leggur áherslu á að tveir hafnastarfsmenn sæki fyrirhugað námskeið fyrir verndarfulltrúa hafna og hafnaraðstöðu.

7.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggja fundargerðir Hafnarsambands Íslands: 453. fundur frá 17. maí og 454. fundur frá 13. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.