Fara í efni

Krafa um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts fyrir tímabilið 2016-2019.

Málsnúmer 202307065

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 437. fundur - 10.08.2023

Fyrir byggðarráði liggur krafa Gentle Giants- Hvalaferða ehf. um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts vegna árana 2016-2019, heildar upphæð kröfu er 34.443.548 kr. Svar lögfræðings sveitarfélagsins vegna kröfunnar liggur einnig fyrir og var svarað formlega þann 4. ágúst sl.
Byggðarráð vísar málinu til næsta fundar hafnastjórnar enda kröfunni beint að Hafnasjóði Norðurþings.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 14. fundur - 16.08.2023

Fyrir hafnastjórn liggur krafa Gentle Giants- Hvalaferða ehf. um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts vegna árana 2016-2019, heildar upphæð kröfu er 34.443.548 kr. Svar lögfræðings sveitarfélagsins vegna kröfunnar liggur einnig fyrir og var svarað formlega þann 4. ágúst sl.
Málinu var vísað til hafnarstjórnar af 437. fundi byggðarráðs þann 10.08.2023.

Fyrir liggur að Gentle Giants Hvalaferðir ehf hafa stefnt málinu fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra og var það gert í dag 16. ágúst. Aðalkrafa í málinu er 42.027.072 kr og krafa til vara er 8.729.229 kr.

Hafnastjórn felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir í samráði við lögfæðing sveitarfélagsins, einnig felur stjórnin sveitarstjóra að vinna að endurskoðun á gjaldskrá hafna Norðurþings í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar á haustmánuðum.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 24. fundur - 26.06.2024

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar um aðalmeðferð fór fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 21. júní sl. í máli nr. E-475/2023. Þar stefnir Gentle Giants hvalaferðir ehf. Hafnasjóði Norðurþings til endurgreiðslu farþegagjalda að upphæð rúmar 36 m.kr.
Lagt fram til kynningar.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 25. fundur - 21.08.2024

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur til kynningar niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra dómur nr. E-475.2023 sem kveðin var upp þann 15. júlí sl. Stefnandi Gentle Giants- Hvalaferðir ehf. krafði Hafnasjóð Norðurþings til að greiða stefnanda 36.371.592 kr.

Niðurstaða Héraðsdóms er að Hafnasjóður Norðurþings sé sýkn af kröfum stefnanda og greiði stefnda Hafnasjóði Norðurþings 2.000.000 kr í málskostnað.
Stefnandi vísaði niðurstöðu Héraðsdóms til Landsréttar þannn 12. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.