Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
Eiður Pétursson sat fundinn í fjarfundi og vék af fundi kl 15:30.
1.Umsókn um stöðuleyfi fyrir salernisgám á Norðurhöfn
Málsnúmer 202406026Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur beiðni um stöðuleyfi til eins árs vegna salernisgáms við flotbryggju í Norðurhöfn á lóð slökkvistöðvar.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir stöðuleyfið til eins árs.
2.Krafa um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts fyrir tímabilið 2016-2019.
Málsnúmer 202307065Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar um aðalmeðferð fór fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 21. júní sl. í máli nr. E-475/2023. Þar stefnir Gentle Giants hvalaferðir ehf. Hafnasjóði Norðurþings til endurgreiðslu farþegagjalda að upphæð rúmar 36 m.kr.
Lagt fram til kynningar.
3.Hlið inn á athafnasvæði við Bökugarð
Málsnúmer 202406027Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að taka afstöðu til verðtilboðs í nýtt hlið inn að athafnasvæði Bökugarðs.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir kaup á hliði inn á Bökugarð.
4.Ráðning hafnastjóra
Málsnúmer 202406011Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að auglýsa eftir Hafnastjóra/Rekstrarstjóra.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir að auglýsa eftir Rekstrarstjóra í stað Hafnastjóra hafna Norðurþings í 100% stöðu og vísar auglýsingu um starfið til starfs- og kjaranefndar.
Sveitarstjóri gegnir áfram stöðu Hafnastjóra.
Sveitarstjóri gegnir áfram stöðu Hafnastjóra.
5.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar
Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál tengd fjárfestingu og rekstri m.a. vegna fundar með vegagerðinni þann 24. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundagerðir 2024
Málsnúmer 202401125Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands, fundur nr 462 haldinn þann 22 mars sl. og fundur nr. 463 haldinn þann 7. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:55.