Fara í efni

Skyldutrygging á flotbryggjum gegn náttúruhamförum

Málsnúmer 202307062

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 14. fundur - 16.08.2023

Ný reglugerð hefur verið gefin út um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 770/2023 og tók gildi þann 18.7.2023. Reglugerðin kallar m.a. á aðgerðir sveitarfélaga sem eru eigendur að flotbryggjum, þar sem nú er skylt að vátryggja flotbryggjur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs gegn náttúruhamförum, sbr. 4. ml. 5. greinar reglugerðarinnar.
Stjórn Hafnasjóðs felur sveitarstjóra að skila inn upplýsingum um flotbryggjur í eigu Norðurþings til Náttúruhamfaratryggingar Íslands.