Fara í efni

Verndarfulltrúi hafnar og hafnaraðstöðu

Málsnúmer 202308005

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 14. fundur - 16.08.2023

Frá sveitarstjóra vegna siglingaverndar. Fyrir fundinum liggja upplýsingar um samskipti sveitarstjóra og Samgöngustofu vegna verndarfulltrúa hafna og hafnaraðstöðu.

Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu er talið nauðsynlegt að tveir fulltrúar frá hverri höfn, sem tekur á móti skipum í millilandasiglingum, fái þjálfun og réttindi sem verndarfulltrúar vegna afleysinga og íhlaupa.

Slysavarnaskóli sjómanna annast námskeiðahald og skírteinaútgáfu vegna siglingaverndar, í umboði Samgöngustofu. Næsta námskeið fyrir verndarfulltrúa hafnaraðstöðu er fyrirhugað 11.-13. desember nk. Um fjarnámskeið er að ræða.
Stjórn Hafnasjóðs leggur áherslu á að tveir hafnastarfsmenn sæki fyrirhugað námskeið fyrir verndarfulltrúa hafna og hafnaraðstöðu.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 18. fundur - 15.12.2023

Fyrir stjórn liggur tillaga hafnastjóra um að Elías Frímann Elvarsson verði verndarfulltrúi hafna Norðurþings.
Einnig leggur hafnastjóri til að Aðalgeir Bjarnason verði samþykktur sem verndarfulltrúi hafna Norðurþings í forföllum Elíasar.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi tillögur hafnastjóra um verndarfulltrúa fyrir hafnir Norðurþings.